HFR Elja Challenge
HFR – Elja Challenge er fjallahjólaviðburður þar sem keppendur hjóla tveir og tveir saman í liði. Viðburðurinn byrjar og endar í Heiðmörk þar sem hjólað er c. 50 km hringur með c. 750 m hækkun. Ræst verður 15. júní kl 10:00. Leiðin er fjölbreytt og liggur um malbik, malarvegi og einstigi með breytilegu erfiðleikastigi en er þó fær flest öllum fjallahjólurum. Tvær drykkjastöðvar verða í brautinni þar sem hægt verður að fylla á brúsa og grípa næringu. Leiðarmerkingar verða í lágmarki og verða keppendur að bera sjálfir ábyrgð á því að rata brautina. Liðsfélagar þurfa að fylgjast að allan tímann og koma saman í mark.
Karla- kvenna- og blönduð lið
Fjórir aldursflokkar - samanlagður aldur gildir
Opinn flokkur
Mastersflokkur: 80-100 ára
Grandmastersflokkur: 100-120 ára
Goldmasterflokkur: 120 ára og eldri
Aldurstakmark: 16 ára
Hafa má samband við hfr@hfr.is til að óska eftir undanþágu.
Upplýsingar um keppnina
- Ræst verður í Heiðmörk sunnudaginn 15 júní kl. 10:00.
- Hjólaður verður 50 km hringur með c.a 800 metra hækkun
- Leiðin liggur á mjög fjölbreyttum slóðum: malbik, malarvegur, einfaldur einstigi og nokkrir partar á tæknilegri stígum
- Leiðin er fær öllum fjallahjólum þó 100 - 130mm fulldempandi fjallahjól sé líklega besta vopnið.
- Brautin er ekki fær gravel hjólum
- 2 drykkjarstopp verða á leiðinni.
- Leiðin verður með lágmarks merkingum og þurfa þáttakendur að kynna sér leiðina og/eða hafa track af henni.
- Liðsfélagar þurfa að fylgjast að allan tímann og koma saman í mark.
Keppnisbraut
Sjá mynd. Hægt er að hlaða niður GPX skrá af leiðinni hér að neðan. ⏬
Fréttir
View all-
Hjólreiðamaður ársins 2025 HFR
Davíð Jónsson Davíð er Íslandsmeistari í Ólympískum Fjallahjólreiðum og í Criterium. Fyrsti Íslandsmeistaratitill Davíðs var í tímatökukeppni sumarið 2023, þá var aðeins 18. ára gamall. Hann hefur keppt í Elite...
Hjólreiðamaður ársins 2025 HFR
Davíð Jónsson Davíð er Íslandsmeistari í Ólympískum Fjallahjólreiðum og í Criterium. Fyrsti Íslandsmeistaratitill Davíðs var í tímatökukeppni sumarið 2023, þá var aðeins 18. ára gamall. Hann hefur keppt í Elite...
-
Hjólreiðakona ársins 2025 HFR
Sól Snorradóttir Sól vann sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð í Fjallabruni (Downhill) í sumar, en hún er einungis 19 ára gömul. Hún er einnig bikarmeistari í greininni. Sól var kosinn...
Hjólreiðakona ársins 2025 HFR
Sól Snorradóttir Sól vann sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð í Fjallabruni (Downhill) í sumar, en hún er einungis 19 ára gömul. Hún er einnig bikarmeistari í greininni. Sól var kosinn...
-
Efnilegasta hjólreiðakona ársins 2025 HFR
Hekla Henningsdóttir Hekla er á öðru ári í Hagströmska gymnasiet í Falun í Svíþjóð þar sem hægt er að æfa hjólreiðar sem hluta af náminu. Er í XCO áherslunni en...
Efnilegasta hjólreiðakona ársins 2025 HFR
Hekla Henningsdóttir Hekla er á öðru ári í Hagströmska gymnasiet í Falun í Svíþjóð þar sem hægt er að æfa hjólreiðar sem hluta af náminu. Er í XCO áherslunni en...