
HFR Elja Challenge
HFR – Elja Challenge er fjallahjólaviðburður þar sem keppendur hjóla tveir og tveir saman í liði. Viðburðurinn byrjar og endar í Heiðmörk þar sem hjólað er c. 50 km hringur með c. 750 m hækkun. Ræst verður 15. júní kl 10:00. Leiðin er fjölbreytt og liggur um malbik, malarvegi og einstigi með breytilegu erfiðleikastigi en er þó fær flest öllum fjallahjólurum. Tvær drykkjastöðvar verða í brautinni þar sem hægt verður að fylla á brúsa og grípa næringu. Leiðarmerkingar verða í lágmarki og verða keppendur að bera sjálfir ábyrgð á því að rata brautina. Liðsfélagar þurfa að fylgjast að allan tímann og koma saman í mark.
Karla- kvenna- og blönduð lið
Fjórir aldursflokkar
Opinn flokkur
Mastersflokkur: 80-100 ára
Grandmastersflokkur: 100-120 ára
Goldmasterflokkur: 120 ára og eldri



Nákvæm staðsetning og braut verður auglýst síðar
- Ræst verður í Heiðmörk sunnudaginn 15 júní kl. 10:00.
- Hjólaður verður 50 km hringur með c.a 800 metra hækkun
- Leiðin liggur á mjög fjölbreyttum slóðum: malbik, malarvegur, einfaldur einstigi og nokkrir partar á tæknilegri stígum
- Leiðin er fær öllum fjallahjólum þó 100 - 130mm fulldempandi fjallahjól sé líklega besta vopnið.
- Brautin er ekki fær gravel hjólum
- 2 drykkjarstopp verða á leiðinni.
- Leiðin verður með lágmarks merkingum og þurfa þáttakendur að kynna sér leiðina og/eða hafa track af henni.
- Liðsfélagar þurfa að fylgjast að allan tímann og koma saman í mark.

Fréttir
View all-
Aðalfundur Hjólreiðafélags Reykjavíkur 2025
Hér með er boðað til aðalfundar HFR þann 8. apríl 2025, kl. 20:00 með tveggja vikna fyrirvara samkvæmt reglum félagsins. Fundurinn er haldinn í húsakynnum Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar að Flatahrauni 29...
Aðalfundur Hjólreiðafélags Reykjavíkur 2025
Hér með er boðað til aðalfundar HFR þann 8. apríl 2025, kl. 20:00 með tveggja vikna fyrirvara samkvæmt reglum félagsins. Fundurinn er haldinn í húsakynnum Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar að Flatahrauni 29...
-
HFR - Elja Challenge
Hjólreiðafélag Reykjavíkur mun í samstarfi við Lauf Cycles halda tvímenningskeppnina HFR - Elja Challenge. Boðið verður upp á karla-, kvenna- og blönduð lið. Aldursflokkarnir eru fjórir þar sem samanlagður aldur...
HFR - Elja Challenge
Hjólreiðafélag Reykjavíkur mun í samstarfi við Lauf Cycles halda tvímenningskeppnina HFR - Elja Challenge. Boðið verður upp á karla-, kvenna- og blönduð lið. Aldursflokkarnir eru fjórir þar sem samanlagður aldur...
-
Uppskeruhátíð og hjólreiðafólk HFR 2024
HFR hélt á dögunum uppskeruhátíð og þar verðlaunuðum við okkar besta fólk. Einnig völdum við okkar útnefningar til Hjólreiðamanns og Hjólreiðakonu Íslands ásamt ásamt því að tilnefna okkar efnilegustu ungmenni.
Uppskeruhátíð og hjólreiðafólk HFR 2024
HFR hélt á dögunum uppskeruhátíð og þar verðlaunuðum við okkar besta fólk. Einnig völdum við okkar útnefningar til Hjólreiðamanns og Hjólreiðakonu Íslands ásamt ásamt því að tilnefna okkar efnilegustu ungmenni.