
HFR Elja Challenge
HFR – Elja Challenge er fjallahjólaviðburður þar sem keppendur hjóla tveir og tveir saman í liði. Viðburðurinn byrjar og endar í Heiðmörk þar sem hjólað er c. 50 km hringur með c. 750 m hækkun. Ræst verður 15. júní kl 10:00. Leiðin er fjölbreytt og liggur um malbik, malarvegi og einstigi með breytilegu erfiðleikastigi en er þó fær flest öllum fjallahjólurum. Tvær drykkjastöðvar verða í brautinni þar sem hægt verður að fylla á brúsa og grípa næringu. Leiðarmerkingar verða í lágmarki og verða keppendur að bera sjálfir ábyrgð á því að rata brautina. Liðsfélagar þurfa að fylgjast að allan tímann og koma saman í mark.
Karla- kvenna- og blönduð lið
Fjórir aldursflokkar - samanlagður aldur gildir
Opinn flokkur
Mastersflokkur: 80-100 ára
Grandmastersflokkur: 100-120 ára
Goldmasterflokkur: 120 ára og eldri
Aldurstakmark: 16 ára
Hafa má samband við hfr@hfr.is til að óska eftir undanþágu.



Upplýsingar um keppnina
- Ræst verður í Heiðmörk sunnudaginn 15 júní kl. 10:00.
- Hjólaður verður 50 km hringur með c.a 800 metra hækkun
- Leiðin liggur á mjög fjölbreyttum slóðum: malbik, malarvegur, einfaldur einstigi og nokkrir partar á tæknilegri stígum
- Leiðin er fær öllum fjallahjólum þó 100 - 130mm fulldempandi fjallahjól sé líklega besta vopnið.
- Brautin er ekki fær gravel hjólum
- 2 drykkjarstopp verða á leiðinni.
- Leiðin verður með lágmarks merkingum og þurfa þáttakendur að kynna sér leiðina og/eða hafa track af henni.
- Liðsfélagar þurfa að fylgjast að allan tímann og koma saman í mark.

Keppnisbraut
Sjá mynd. Hægt er að hlaða niður GPX skrá af leiðinni hér að neðan. ⏬
Fréttir
View all-
Félagafundur HFR
Nú ert tækifærið að koma með ábendingar eða hugmyndir. Viljum við endilega heyra hvað við viljum gera hvernig við viljum vinna saman að markmiðunum okkar. Takið dagsetninguna frá, er staðsetning...
Félagafundur HFR
Nú ert tækifærið að koma með ábendingar eða hugmyndir. Viljum við endilega heyra hvað við viljum gera hvernig við viljum vinna saman að markmiðunum okkar. Takið dagsetninguna frá, er staðsetning...
-
HFR kemur inn að krafti
HFR hefur byrjað vel í keppnum sumarsins og verið í verðlaunasætum í DH og TT. Sýndu keppendur frábæra frammistöðu og verður gaman að fylgjast með þeim í ár. Alvotech lið...
HFR kemur inn að krafti
HFR hefur byrjað vel í keppnum sumarsins og verið í verðlaunasætum í DH og TT. Sýndu keppendur frábæra frammistöðu og verður gaman að fylgjast með þeim í ár. Alvotech lið...
-
Fjórir HFR-ingar á Smáþjóðaleikana
Fjórir HFR-ingar eru í landsliðshópi Íslands sem fer á Smáþjóðaleikana í Andorra í ár. Þeir eru: Kristinn Jónsson,Davíð Jónsson,Breki Gunnarsson ogDaníel Freyr Steinarsson Þeir munu allir keppa í götuhjólreiðum en...
Fjórir HFR-ingar á Smáþjóðaleikana
Fjórir HFR-ingar eru í landsliðshópi Íslands sem fer á Smáþjóðaleikana í Andorra í ár. Þeir eru: Kristinn Jónsson,Davíð Jónsson,Breki Gunnarsson ogDaníel Freyr Steinarsson Þeir munu allir keppa í götuhjólreiðum en...