Efnilegasta hjólreiðakona ársins 2025 HFR
Deila frétt

Hekla Henningsdóttir
Hekla er á öðru ári í Hagströmska gymnasiet í Falun í Svíþjóð þar sem hægt er að æfa hjólreiðar sem hluta af náminu. Er í XCO áherslunni en tekur líka æfingar á götuhjóli, cyclocross og track. Hún er Íslandsmeistari í götuhjólreiðum og tímatöku í Junior flokki og keppti á Íslandsmeistaramótinu í XCO í A-flokki þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára.
Hekla er á öðru ári í Hagströmska gymnasiet í Falun í Svíþjóð þar sem hægt er að æfa hjólreiðar sem hluta af náminu. Er í XCO áherslunni en tekur líka æfingar á götuhjóli, cyclocross og track. Hún er Íslandsmeistari í götuhjólreiðum og tímatöku í Junior flokki og keppti á Íslandsmeistaramótinu í XCO í A-flokki þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára.
Hekla tók þátt í 3 dager i Nord í Danmörku og stóð sig frábærlega, er búin að æfa af kappi og stefnir hátt. Í framtíðinni verður fókusinn á XC bæði á Íslandi og í Svíþjóð.
Hún stefnir einnig á að taka þátt í götu- og gravelkeppnum sem passa inn í dagskránna. Í framtíðinni dreymir hana um að komast langt í hjólreiðum og hefur einnig áhuga á næringarfræði og langar að læra meira um það í tengslum við úthaldsíþróttir
2025: Íslandsmeistari í Junior í götuhjólreiðum, Íslandsmeistari í Junior í tímatöku