Haustnámskeið

Haustnámskeið fyrir börn og unglinga hefjast 12. ágúst hjá HFR. Tvenns konar æfingar eru í boði: Fjallahjólaæfingar eru í boði fyrir börn á aldrinum 7-12 ára og götuhjólaæfingar fyrir 10-14 ára. Hægt er að leigja götuhjól hjá HFR fyrir æfingarnar. Verð aðeins 19.900kr. 

Eldri ungmenni eru velkomin í æfingahópa HFR og skrá sig þá í sinn aldursflokk. Hægt er að kaupa sumartímabil fyrir 12 ára og eldri eða til 31. ágúst.

Götuhjóla-námskeið fyrir 10-14 ára

8 vikna tímabil hefst 12. ágúst.

Götuhjólanámskeiðin byrja og enda við Nauthól. Áhersla er lögð á þol, tæknilega færni, að hjóla í hóp, halda línu, beygjur ofl.

Hægt er að leigja götuhjól fyrir tímabilið og kostar það 15.000 kr. Ekki eru til mörg hjól í hverri stærð því verður að panta tímanlega. Hjól eru pöntuð á hfr@hfr.is

Götuhjólanámskeiðið kostar 19.900 krónur.

Skráning

Fjallahjóla-námskeið fyrir 7-12 ára

8 vikna tímabil hefst 12. ágúst.

Fjallahjólanámskeiðin byrja og enda við Perluna nema annað sé tekið fram.

Námskeiðin eru bæði fyrir byrjendur og lengra komin og er skipt upp eftir getu. Markmið æfinganna er að barnið öðlist meiri tækni, hjólaleikni og öryggi á hjólinu undir leiðsögn menntaðra þjálfara.

Fjallahjólanámskeiðið kostar 19.900 krónur.

Skráning

Hvað þarf að hafa í huga fyrir æfingarnar?

Þátttakendur þurfa að hafa til umráða fjallahjól en geta leigt götuhjól hjá HFR gegn mjög vægu gjaldi (sjá hér neðar á síðunni). Hafa þarf með sér vatn á brúsa og vera klædd í samræmi við veður hverju sinni. Athuga þarf að bremsur og gírabúnaður séu í góðu lagi. Einnig er gott að vera með auka slöngu ef það skyldi springa. Hjálmaskylda er á öllum æfingum HFR.

Þjálfarar HFR hafa lokið þjálfaramenntun ÍSÍ, 1.stig, og hafa reynslu af þjálfun, kennslu og tilsögn í hjólreiðum. Auk þeirra verða ungmenni HFR þeim til stuðnings.

Þjálfari götuhjólanámskeiðs: Sveinn Ottó Sigurðsson s: 6983245,  (sveinnotto@simnet.is).

Þjálfari fjallahjólanámskeiðs: Þórdís Einarsdóttir s: 862 1831, ( fjallakor@gmail.com)