Sumarnámskeið
Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga hefjast 28. apríl hjá HFR. Námskeiðið verður kennt tvisvar í viku og stendur yfir í 8 vikur. Námskeiðið er í boði fyrir krakka á aldrinum 7-12 ára og verð aðeins 19.900 kr.
Eldri ungmenni eru velkomin í æfingahópa HFR og skrá sig þá í sinn aldursflokk. Hægt er að nýta frístundastyrk fyrir þetta námskeið.
Hægt er að kaupa sumartímabil æfinga hjá félaginu fyrir 12 ára og eldri sem gildir til 31. ágúst. Einnig er hægt að nýta frístundastyrk fyrir sumartímabilið.

Kennsla, leikur og ævintýri á hjóli
8 vikna tímabil hefst 28. apríl.
Námskeiðið byrjar og endar við Perluna nema annað sé tekið fram.
Námskeiðið eru bæði fyrir byrjendur og lengra komin og er skipt upp eftir getu. Markmið æfinganna er að barnið öðlist meiri tækni, hjólaleikni og öryggi á hjólinu undir leiðsögn menntaðra þjálfara.
Námskeiðið kostar 19.900 kr.

Fjölbreytt færni
Götuhjólreiðar verða teknar fyrir í tvær vikur og verða götuhjól í boði fyrir krakkana á námskeiðinu.
Hinar vikurnar verða krakkarnir á fjallahjóli sem krakkarnir þurfa að koma með sjálf.
Námskeiðið kostar 19.900 kr.
Hvað þarf að hafa í huga fyrir æfingarnar?
Þátttakendur þurfa að hafa til umráða fjallahjól en geta fengið lánað götuhjól hjá HFR þegar götuhjólreiðar verða teknar fyrir. Hafa þarf með sér vatn á brúsa og vera klædd í samræmi við veður hverju sinni. Athuga þarf að bremsur og gírabúnaður séu í góðu lagi. Einnig er gott að vera með auka slöngu ef það skyldi springa.
Hjálmaskylda er á öllum æfingum HFR.
Þjálfarar HFR hafa lokið þjálfaramenntun ÍSÍ, 1.stig, og hafa reynslu af þjálfun, kennslu og tilsögn í hjólreiðum. Auk þeirra verða ungmenni HFR þeim til stuðnings.
Aðalþjálfari námskeiðs: Brynjar Logi Friðriksson s: 620 5502, ( brynjarlogi06@gmail.com)
Götuhjólreiðar eftir námskeiðið
Hægt verður að leigja götuhjól fyrir krakkana í sumar eftir að námskeiði lýkur gegn vægu gjaldi.
Á döfinni
View all-
Aðalfundur Hjólreiðafélags Reykjavíkur 2025
Hér með er boðað til aðalfundar HFR þann 8. apríl 2025, kl. 20:00 með tveggja vikna fyrirvara samkvæmt reglum félagsins. Fundurinn er haldinn í húsakynnum Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar að Flatahrauni 29...
Aðalfundur Hjólreiðafélags Reykjavíkur 2025
Hér með er boðað til aðalfundar HFR þann 8. apríl 2025, kl. 20:00 með tveggja vikna fyrirvara samkvæmt reglum félagsins. Fundurinn er haldinn í húsakynnum Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar að Flatahrauni 29...
-
HFR - Elja Challenge
Hjólreiðafélag Reykjavíkur mun í samstarfi við Lauf Cycles halda tvímenningskeppnina HFR - Elja Challenge. Boðið verður upp á karla-, kvenna- og blönduð lið. Aldursflokkarnir eru fjórir þar sem samanlagður aldur...
HFR - Elja Challenge
Hjólreiðafélag Reykjavíkur mun í samstarfi við Lauf Cycles halda tvímenningskeppnina HFR - Elja Challenge. Boðið verður upp á karla-, kvenna- og blönduð lið. Aldursflokkarnir eru fjórir þar sem samanlagður aldur...
-
Uppskeruhátíð og hjólreiðafólk HFR 2024
HFR hélt á dögunum uppskeruhátíð og þar verðlaunuðum við okkar besta fólk. Einnig völdum við okkar útnefningar til Hjólreiðamanns og Hjólreiðakonu Íslands ásamt ásamt því að tilnefna okkar efnilegustu ungmenni.
Uppskeruhátíð og hjólreiðafólk HFR 2024
HFR hélt á dögunum uppskeruhátíð og þar verðlaunuðum við okkar besta fólk. Einnig völdum við okkar útnefningar til Hjólreiðamanns og Hjólreiðakonu Íslands ásamt ásamt því að tilnefna okkar efnilegustu ungmenni.