Um félagið

Hjólreiðafélag Reykjavíkur er íþróttafélag innan Íþróttabandalags Reykjavíkur. Markmið HFR er að efla hjólreiðar sem íþrótt á Íslandi.
Félagið stendur fyrir keppnum bæði á fjalla- og götuhjólum, auk þess sem á vegum félagsins eru stundaðar æfingar reglulega.
Hjólreiðafélag Reykjavíkur er rúmlega 90 ára gamalt og hefur verið virkt af og til þann tíma.

Stjórn HFR

Þórdís Einarsdóttir – formaður

Björgvin Jónsson – gjaldkeri  –  gjaldkeri@hfr.is

Ástríður Edda Geirsdóttir
Breki Gunnarsson
Erla Björk Sveinbjörnsdóttir
Sæmundur Guðmundsson
Sædís Ólafsdóttir
Valgeir Smári Óskarsson

Fulltrúar HFR í stjórn HRÍ

Jón Gunnar Kristinsson – Mótanefnd HRÍ

Bjarki Bjarnason – Landsliðsnefnd HRÍ

Ása Guðný Ásgeirsdóttir – Stjórn HRÍ

Þjálfarar HFR

Albert Jakobsson – MTB

Ármann Gylfason – götuhjól og CX – (ÍSÍ 1. stig, UCI level II)

Árni Már Jónsson – götuhjól

Ása Guðný Ásgeirsdóttir yfirþjálfari-götuhjól-(ÍSÍ 1. stig, UCI level II)

Bergdís Eva Sveinsdóttir – þjálfari yngri flokkar

Bergþór Páll Hafþórsson – MTB

Bjarki Bjarnason – (PMBIA level I, ÍSÍ 1. og 2. stig, UCI Level I, Crossfit Level I)

Brynjar Logi Friðriksson – Aðstoðarþjálfari krakkar – (UCI level I)

Eyþór Þorsteinsson – MTB

Gunnar Örn Svavarsson – MTB

Hjálmar Svanur Hjálmarsson – MTB

Jökull Þór Kristjánsson – MTB

Magnea Magnúsdóttir – MTB – (UCI level II)

Matthew Kanaly – götuhjól – (UCI Level I)

Sól Snorradóttir – krakkanámskeið

Steini Sævar Sævarsson – MTB og DH

Sveinborg Gunnarsdóttir – MTB – (PMBIA level I)

Sveinn Ottó Sigurðsson – götuhjól

Þórdís Einarsdóttir – MTB – (ÍSÍ 1. stig, UCI level I)

Lög Hjólreiðafélags Reykjavíkur

1. grein – Heiti

Félagið heitir ,,Hjólreiðafélag Reykjavíkur”, skammstafað HFR.  Heimilisfang þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. grein – Markmið

Tilgangur félagsins er að iðka og efla hjólreiðar sem keppnisíþrótt og glæða áhuga almennings á gildi þeirra.

3. grein – Félagar

Hver sá sem greiðir félagsgjald til félagsins er félagi í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur, auk þeirra sem stjórn Hjólreiðafélags Reykjavíkur samþykkir að skuli skrá sem félaga en er undanþeginn greiðslu félagsgjalds af sérstökum ástæðum.  Félagar fara með eitt atkvæði á aðalfundi og öðrum fundum félagsins.  Einstaklingar yngri en 16 ára hafa ekki atkvæðisrétt.

4. grein – Skipulag félagsins

Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald í málefnum félagsins.  Stjórn félagsins er æðsti aðili í málefnum þess á milli aðalfunda og mótar starfssemina í aðalatriðum.  Félagsfundi skal boða svo oft sem stjórn ákveður og ef skrifleg ósk kemur fram frá eigi færri en 10 félagsmönnum og tilgreini þeir fundarefni hans.  Halda skal félagsfund eigi síðar en þremur vikum eftir að krafan um hann barst stjórninni og skal boða félagsfundinn með viku fyrirvara.

5. grein – Aðalfundur félagsins

Aðalfundur félagsins skal haldinn eigi síðar en í mars ár hvert.  Til aðalfundar skal boðað með tveggja vikna fyrirvara og skal hann boðaður öllum félagsmönnum á vefmiðlum og á heimasíðu.  Aðalfundur félagsins er löglegur sé löglega til hans boðað, án tillits til hversu margir mæta á fundinn.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari
  2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
  3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
  4. Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun næsta árs.
  5. Lagabreytingar, ef tillögur liggja fyrir sbr. 12. grein
  6. Kosning í stjórn félagsins;
  7. Skýrslur og tillögur fráfarandi nefnda
  8. Önnur mál.

Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum allra mála, sbr. þó 12. grein.  Kosning skal vera skrifleg nema aðeins komi fram ein uppástunga til stjórnarstarfa, þá telst sá sem tilnefndur er, sjálfkjörinn.  Formaður nefndar velur með sér 2-4 einstaklinga í nefndina.  Stjórnarmenn eru hlutgengir í nefndir. Stjórn gegnir hlutverki nefnda ef ekki fæst fólk til að gegna störfum þeirra.

6. grein – Reikningsár og reikningsskil

Reikningsár félagsins skal vera almanaksárið.  Allir reikningar skulu vera komnir til endurskoðenda félagsins eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.

7 grein – Félagaskrá

Stjórnin skal halda félagaskrá og endurkoða hana á hverju starfsári.

8. grein – Afsögn stjórnar

Komi til þess að stjórn segir af sér störfum skal boða til félagsfundar og nýir fulltrúar kosnir til sama tíma og fráfarandi fulltrúar voru áður kosnir.

11. grein – Félagsslit

Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi með samþykki að minnsta kosti 2/3 hluta fundarmanna og því aðeins að getið hafi verið um væntanlega atkvæðagreiðslu um framtíð félagsins í skriflegu fundarboði. Ef um eignir er að ræða við slit félagsins skulu greiddar upp allar skuldir sem félagið hefur stofnað til og ef um umfram eignir er að ræða eftir greiðslu allra skulda skulu þær ganga til Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) til varðveislu og afhendist síðar félagi er stofnað yrði með hliðstæðum markmiðum.

12. grein – Lagabreytingar

Lögum þessum má ekki breyta nema á aðalfundi félagsins, og þarf til þess samþykki 2/3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna.Tillögur til lagabreytingar skulu tilkynntar með aðalfundarboði og skulu þær birtar á heimasíðu félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

13. grein – Gildistaka

Lög þessi öðlast þegar gildi.  Jafnframt eru felld úr gildi eldri lög félagsins.

samþykkt á aðalfundi félagsins dags. 30. maí 2024