Æfingar

Tvær leiðir eru í boði til að æfa með félaginu. Annars vegar er hægt að gerast félagsmaður og fá aðild að opnum útiæfingum, lokuðum síðum og ferðum HFR. Hin leiðin er full æfingaaðild. Sú aðild veitir aðgang að öllu sem félagsaðild veitir auk aðgangs að öllum æfingum HFR, æfingaprógrammi í gegnum TrainingPeaks og aðgang í líkamsræktarstöðina Veggsport altt árið.

Götuhjólaæfingar úti - Nauthól

Æfingar HFR eru haldnar undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda. Þegar þurfa þykir er hópnum skiptu upp eftir getu. Allir geta verið með, því hópurinn hjólar saman á ákveðinn stað þar sem æfingin er tekin og hjólar svo saman aftur heim.

Útiæfingar hefjast við Nauthól í Fossvogi (við bekkina).

Skrá mig í félagið!

Fjallahjólaæfingar úti

Boðið er upp á ýmsar gerðir fjallahjólaæfinga, allt frá Cross Country (XC) yfir í Fjallabrun (DH). Sérstakar færniæfingar eru í boði en þær henta einstaklega vel fyrir þá sem eru að koma nýir inn í fjallahjólreiðar eða vilja rifja upp grunninn. Fjallahjólaæfingar byrja á ólíkum stöðum eftir gerð æfingar og árstíma. Sjá æfingatöflu fyrir nánari upplýsingar.

Skrá mig í félagið!

Inniæfingar

Á veturna eru inniæfingar í aðstöðu félagsins hjá Veggsporti, Stórhöfða 17. Þar er boðið upp á æfingar á fullkomnum IC8 wattahjólum, en félagið á 30 slík hjól. Boðið er upp á æfingar á morgnana og síðdegis yfir vetrarmánuðina. Áhersla er lögð á að byggja upp þol og þrek fyrir mót og markmið sumarsins. Æfingarnar eru í umsjá leiðbeinanda eða þjálfara. Félagar í æfingaaðild hafa aðgang að hjóla- og lyftingaraðstöðu í Veggsport utan æfingatíma á almennum opnunartíma hússins.

Sjá staðsetningu á korti

Æfingar barna og unglinga

HFR leggur sérstaka áherslu á æfingar fyrir börn og ungmenni. Æfingar barna og unglinga má sjá í æfingatölfu að neðan en athugið að aldurshópamerkingar eru í samræmi við venjur hjólreiða. Því eru t.d. U15 krakkar undir 15 ára aldri, þ.e. verða 13 eða 14 ára á árinu. Hægt er að leigja götuhjól fyrir krakka fyrir vægt gjald - hafið samband í netfangið gjaldkeri@hfr.is ef þið viljið leigja hjól.

Skrá barnið mitt í félagið

Hvað er innifalið:

Félagsaðild

Opnar útiæfingar

Félagsmaður hefur val um að mæta á opnu útiæfingarnar hjá HFR. Æfingum fækkar yfir vetrartímann sökum veðurs og færðar. Sjá úrval í æfingatöflu að neðan.

Aðgangur að lokuðum síðum

Félagsmaður fær aðgang að lokuðum Facebook og Abler síðum HFR.

Aðgangur að ferðum HFR

Félagsmenn fá aðgang í æfinga og hjólaferðir HFR. Farnar eru a.m.k. ein ferð utanlands og ein innanlands.

Félagsaðild kostar 14.900 kr.

Félagsaðild inniheldur keppnisgjald sem rennur til HRÍ.

Hvað er innifalið:

Æfingaaðild

Allt sem félagsaðild innifelur

Félagsaðild er innifalin í æfingagjaldi

Allar æfingar HFR

Æfingahópurinn getur mætt á ALLAR æfingar félagsins, götuhjóla-, AM æfingar,  XC æfingar og styrktaræfingar ásamt því að hafa aðgang að líkamsræktarstöðinni Veggsport allt árið. Við mælum með að sem flestir æfi hvoru tveggja, götuhjól og fjallahjól, því báðar greinar vinna með hvor annarri en einnig er það mjög skemmtilegt. Þolið fáum við úr götuhjólunum og tæknina úr fjallahjólunum. Miklu meiri árangur fæst á fjallahjólum þegar þolið er gott og sama á við um götuhjólin, meira öryggi og meiri hraði næst þegar tæknin er góð.

HFR er með mjög metnaðarfulla æfingatöflu sem sjá má hér að neðan. Smá munur er á æfingataflunni milli sumars og veturs þar sem við færum æfingarnar inn í október. Við erum þó með útiæfingar eins lengi og veður leyfir.

TrainingPeaks æfingaáætlun

Æfingahópur fær æafingaáætlun allt árið frá þjálfara í gegnum TrainingPeaks forritið. Þannig getur þjálfari fyglst með framvinndu hvers og eins og hefur betri tök á að aðstoða hvern og einn.

Aðgangur að Veggsport

Árs aðgangur að líkamsræktaraðstöðu félagsins í Veggsport. Þar er bæði aðgangur að IC8 innihjólum og lyftingaaðstöðu.

Mánaðarlegt FTP test

FTP test einu sinni í mánuði undir leiðsögn þjálfara til að stilla æfingaálag og fygljast með árangri æfinga.

Afsláttur í keppnir HFR

Æfingahópur fær afslátt af keppnisgjöldum í mót sem haldin eru af HFR.

Fjöldi æfinga- og keppnisferða

Æfingahópurinn hefur aðgang öllum æfinga- og keppnisferðum á vegum HFR. Þar má nefna fjallahjólaferð innanlands, götuhjólaæfingaferð til Kanarí, fjallahjólaferðir erlendis, keppnisferðir erlendis o.fl. Sumar ferðir eru þó takmarkaðar við ákveðinn aldur.

Styrktaræfingar

Æfingahópur hefur aðgang að styrktar- og liðleikaæfingum 2x í viku. Hlé er gert á styrktaræfingum yfir sumartímann.

Æfingaaðild kostar 62.900 kr.

Innifalið í verði er félagsgjald HFR og keppnisgjald sem rennur til HRÍ.

Æfingatafla HFR