Krakkaþraut

Krakkaþraut Hjólreiðafélags Reykjavíkur í Heiðmörk fyrir alla krakka á aldrinum 3-12 ára. Krakkaþrautin verður haldin fimmtudaginn 20. júní 2024. Skráning er hafin!

Allir krakkar 3-12 ára fá verðlaunapening

Startað er kl 17:30: 3-4 ára Hjóla létt leið

Startað er kl 17:40: 5-6 ára hjóla 1 hring – 2,7 km.

Startað er kl. 18:10: 7-8 ára hjóla 1 hring – 2,7 km.

Startað er kl. 18:40: 9-10 ára hjóla 2 hringi – 5,4 km.

Startað er kl. 19:10: 11-12 ára hjóla 3 hringi – 8,1 km.

1 of 5

Mæting er við hús Skógræktarfélagsins við Elliðavatn

Keppendur geta nálgast skráningargögn á keppnisdegi frá kl. 16:00 í húsi Skógræktarfélagsins við Elliðavatn.

Keppnisgjald er 3.500kr. á barn í netskráningu.

Að lokinni keppni eru svo pylsur og gos, hoppukastali, andlitsmálning og fleira skemmtilegt.

1 of 3

Krakkahringurinn

Hringurinn er um 2,7 km leið sem liggur í gegnum skóg Heiðmerkur og ofan við Elliðavatn. Hann hentar krökkum einstaklega vel enda að mestu á göngustígum og reyndir brautarverðir passa að allir skili sér rétta leið.

Leiðsögn að keppnisstað

Staðsetning Skógræktarfélagsins við Elliðavatn