Krakkaþraut
Krakkaþraut í Heiðmörk 20.júní 2024 kl. 17:30
Krakkaþraut verður í Heiðmörk fyrir 3-12 ára krakka. Hjólaður er sérstakur krakkahringur sem er 2,7km.
Allir krakkar 3-12 ára fá verðlaunapening
Startað er kl 17:30: 3-4 ára Hjóla létt leið
Startað er kl 17:40: 5-6 ára hjóla 1 hring – 2,7 km.
Startað er kl. 18:10: 7-8 ára hjóla 1 hring – 2,7 km.
Startað er kl. 18:40: 9-10 ára hjóla 2 hringi – 5,4 km.
Startað er kl. 19:10: 11-12 ára hjóla 3 hringi – 8,1 km.
Mæting er við hús Skógræktarfélagsins við Elliðavatn
Keppendur geta nálgast skráningargögn á keppnisdegi frá kl. 16:00 í húsi Skógræktarfélagsins við Elliðavatn.
Keppnisgjald er 3.500kr. á barn í netskráningu.
Að lokinni keppni eru svo pylsur og gos, hoppukastali, andlitsmálning og fleira skemmtilegt.
Krakkahringurinn
Hringurinn er um 2,7 km leið sem liggur í gegnum skóg Heiðmerkur og ofan við Elliðavatn. Hann hentar krökkum einstaklega vel enda að mestu á göngustígum og reyndir brautarverðir passa að allir skili sér rétta leið.
Staðsetning Skógræktarfélagsins við Elliðavatn
Fréttir
View all-
Uppskeruhátíð og hjólreiðafólk HFR 2024
HFR hélt á dögunum uppskeruhátíð og þar verðlaunuðum við okkar besta fólk. Einnig völdum við okkar útnefningar til Hjólreiðamanns og Hjólreiðakonu Íslands ásamt ásamt því að tilnefna okkar efnilegustu ungmenni.
Uppskeruhátíð og hjólreiðafólk HFR 2024
HFR hélt á dögunum uppskeruhátíð og þar verðlaunuðum við okkar besta fólk. Einnig völdum við okkar útnefningar til Hjólreiðamanns og Hjólreiðakonu Íslands ásamt ásamt því að tilnefna okkar efnilegustu ungmenni.
-
HFR-ingar skipa 6 af 7 sætum í landsliði Ísland...
Landsliðs- og afreksnefnd Hjólreiðasambands Íslands hefur ákveðið að senda eftirfarandi keppendur til Flæmingjalands í Belgíu til þátttöku á Evrópumeistaramóti í götuhjólreiðum sem fer þar fram dagana 11. til 15. september...
HFR-ingar skipa 6 af 7 sætum í landsliði Ísland...
Landsliðs- og afreksnefnd Hjólreiðasambands Íslands hefur ákveðið að senda eftirfarandi keppendur til Flæmingjalands í Belgíu til þátttöku á Evrópumeistaramóti í götuhjólreiðum sem fer þar fram dagana 11. til 15. september...
-
Silfur á Norðurlandamóti í fjallabruni í Finnlandi
Norðurlandamótið í fjallabruni var haldið í Ruka í Finnlandi um helgina. Fyrir hönd Íslands kepptu HFR-ingarnir Margrét Blöndahl Magnúsdóttir í U17 og Brynjar Logi Friðriksson í U19 flokki. Þau stóðu sig...
Silfur á Norðurlandamóti í fjallabruni í Finnlandi
Norðurlandamótið í fjallabruni var haldið í Ruka í Finnlandi um helgina. Fyrir hönd Íslands kepptu HFR-ingarnir Margrét Blöndahl Magnúsdóttir í U17 og Brynjar Logi Friðriksson í U19 flokki. Þau stóðu sig...