HFR - Elja Challenge

HFR - Elja Challenge

Hjólreiðafélag Reykjavíkur mun í samstarfi við Lauf Cycles halda tvímenningskeppnina HFR - Elja Challenge. Boðið verður upp á karla-, kvenna- og blönduð lið. Aldursflokkarnir eru fjórir þar sem samanlagður aldur telur. Mótið verður haldið þann 15. júní 2025 kl 10:00.

Flokkarnir fjórir eru:

  • Opinn flokkur
  • Mastersflokkur: 80-100 ára
  • Grandmastersflokkur: 100-120 ára
  • Goldmasterflokkur: 120 ára og eldri

Hjólaður verður 50 km hringur með c.a 800 metra hækkun. Leiðin liggur á mjög fjölbreyttum slóðum: malbik, malarvegur, einfaldur einstigi og nokkrir partar á tæknilegri stígum. Leiðin er fær öllum fjallahjólum þó 100 - 130mm fulldempandi fjallahjól sé líklega besta vopnið.

Nánari upplýsingar hér

Skráning hér

Back to blog