Uppskeruhátíð og hjólreiðafólk HFR 2024
Deila frétt
HFR hélt á dögunum uppskeruhátíð og þar verðlaunuðum við okkar besta fólk. Einnig völdum við okkar útnefningar til Hjólreiðamanns og Hjólreiðakonu Íslands ásamt ásamt því að tilnefna okkar efnilegustu ungmenni.
Einar Valur Bjarnason – U17
Íslandsmeistari U17 í götuhjólreiðum
Íslandsmeistari í U17 í XCO
Íslandsmeistari í U17 í Criterium
Bikarmeistari í U17 í Tímatöku
26. sæti overall af 48 í U6 cycle tour, 6 daga keppni í Svíþjóð
Einar Valur byrjaði ferilinn í DH og Enduro en fór að leggja áherslu á götuhjól og xc síðasta haust. Hann átti mjög gott keppnistímabil enda kom hann vel undirbúinn eftir veturinn. Einar Valur sinnir æfingum sínum með félaginu af mikilli fyrirmynd. Hann er með topp mætingu á æfingar og leggur sig mikið fram og hefur skv. mælingum hjólað yfir 507 klst á árinu eða 12 þúsund km og 110,744m í hækkun.
Einar Valur er hluti af HFR-Alvogen liði félagsins og æfði stíft með eldri keppendum í sumar.
Einar Valur fór í sína fyrstu keppnisferð með liðinu í sumar til Svíþjóðar í U6 þar sem hann stóð sig með mjög vel. Þar var hann vel staðsettur í pelotoninu og hjólaði jafnan með fremstu mönnum, stórgóður áranguri á fyrsta móti erlendis. Einar Valur er ávallt til fyrirmyndar í hegðun, er yfirvegaður og sýnir íþróttamannslega hegðun innan keppni sem utan.
Sól Snorradóttir – Junior
Helstu úrslit 2024:
Íslandsmeistari í DH elite flokki
Bikarmeistari í DH elite flokki
10. sæti í DH elite flokki í Bellwald Sviss
Sól hefur átt mjög gott undirbúnings- og keppnistímabil þar sem hún fékk m.a. laun frá Mosfellsbæ sem íþróttakona og gat því notað sumarið vel. Hún fór í tvær æfingaferðir erlendis til Schladming í Austurríki og Whistler í Kanada og eina keppnisferð til Bellwald í Sviss þar sem hún landaði 10. sæti í elite flokki.
Sól er mikil fyrirmynd innan greinarinnar og hefur sýnt og sannað að hún er ein sterkasta kona landsins í DH.
Sól er einbeitt og metnaðarfull í sportinu. Hún sækir í áskoranir og keppti til að mynda í elite flokki í sumar þrátt fyrir að vera enn í junior.
Sól hefur verið mikill fengur fyrir félagið þar sem hún hefur haldið utanum fjallahjólanámskeið fyrir börn. Hún er góður vinur í hópnum og dregur að sér fólk með góðri blöndu af hressleika, trausti og hlýju.
Kristín Edda Sveinsdóttir
Helstu úrslit 2024:
Íslandsmeistari í CX
Bikarmeistari í CX
Íslandsmeistari í XCO
10. overall af 46 í 3 dage i Nord, þriggja daga keppni í DK
2. sæti af 16 í Frederiksberg El-Race í DK
4. sæti af 19 Vitamin Well Grand Prix eftir að hafa verið í breaki ⅔ af keppninni og til enda
3. sæti overall af 40 í Pinsecup þriggja daga keppni í DK
32. sæti af 140 í stage 1 TT í Tour de Feminin
35. sæti overall af 140 í Tour de Feminin þegar hún krassaði á 3. degi.
Kristín Edda átti mjög gott undirbúnings- og keppnistímabil í ár. Hún lagði mikla orku og tíma í undirbúning seinasta vetur þar sem hún dvaldi t.a.m. erlendis við æfingar á annan mánuð. Þá dvaldi hún í Danmörku við æfingar og keppnir í vor. Þar átti hún sitt besta tímabil til þessa þar sem hún keppti í A-flokki kvenna og uppskar vel. Kristín Edda var leiðandi í þeim keppnum sem hún tók þátt í svo eftir var tekið og var alltaf með fyrstu konum. Liðsstjórar tveggja liða í Danmörku höfðu samband við hana og buðu henni að taka þátt í verkefnum með þeim. Hún var á palli í nokkrum keppnum í A-flokki í Danmörku og náði til dæmis 3. sæti overall í Pinsecup sem er ein stærsta fjöldægra keppnin þar í landi. Þá fór hún með landsliði kvenna í stóra UCI keppni í Tékklandi. Þar hjólaði hún með fremstu konum þar til á þriðja degi þegar hún lenti í stóru krassi og braut hjólið sitt.
Í Tékklandi veiktist Kristín Edda af covid og var fram eftir sumri að ná sér og gat þar af leiðandi lítið tekið þátt í keppnum hér heima eða erlendis. Hún fór með HFR-Alvogen í U6 cycle tour í Svíþjóð og gekk ágætlega fyrstu tvo dagana, varð í 6. og 7. sæti en hætti keppni á þriðja degi vegna veikinda.
Á tímabilinu vann hún Íslandsmeistaratitil í ólympískum fjallahjólreiðum og Íslands- og bikarmeistaratitil í cyclocross.
Kristín Edda er liðsmaður HFR-Alvogen þar sem hún er mikil fyrirmynd fyrir yngri keppendur liðsins. Hún mætir vel á æfingar félagsins og er mikil fyrirmynd varðandi metnað og ástundun. Hún hefur verið dugleg að kalla stelpuhópa saman út að hjóla og leggur metnað í að auka nýliðun í sportinu.
Kristinn Jónsson
Helstu úrslit 2024:
Íslandsmeistari í götuhjólreiðum
Íslandsmeistari í XCO
Íslandsmeistari í Criterium
3. sæti overall af 52 í 3 dage i Nord, þriggja daga keppni í DK
1. sæti overall af 47 í Pinsecup þriggja daga keppni í DK
3. sæti af 14 í fyrstu keppni sinni í A flokki í DK
16. sæti af 111 í stage 2 í U6
19. sæti af 92 í Tönder ABC í DK
6. sæti af 82 í Nationaldagsloppet í Svíþjóð
Kristinn átti mjög gott undirbúnings- og keppnistímabil. Hann dvaldi erlendis fyrstu mánuði ársins við æfingar á Spáni og fór þaðan til Danmerkur þar sem hann dvaldi fram á sumar við æfingar og keppnir. Kristinn vann sig í Danmörku upp í A flokk eftir að hafa verið á palli í mörgum keppnum sem hann tók þátt í í B-flokki. Flestir í A flokki í Danmöku eru í sterkum liðum jafnvel á atvinnumanna stigi en þar er erfitt að vera einn án stuðnings liðsfélaga í íþrótt sem er liðsíþrótt.
Kristinn hefur tekið þátt í fjöldanum öllum af keppnum erlendis á tímabilinu. Hann er liðsmaður í HFR-Alvogen og keppti með liðinu bæði í 3 dage í Nord í Danmörku og í U6 í Svíþjóð með góðum árangri.
Þá keppti Kristinn fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í götuhjólreiðum.
Hann hefur mikinn metnað fyrir íþróttinni og er jafnan sá allra skemmtilegasti að fylgjast með í keppnum þar sem hann er sífellt að sækja og er jafnan sá sem dregur inn ef hann er ekki þegar í áras.
Kristinn er mikil fyrirmynd fyrir yngri keppendur félagsins og er duglegur að hvetja til þátttöku hvort sem er við keppnir, æfingar eða störf innan félagsins. Hann hefur mikinn metnað fyrir félaginu og ber hag þess í brjósti svo eftir er tekið. Kristinn hefur löngum sýnt og sannað að hann er einn af okkar allra sterkustu götu- og fjallahjólurum.