Hjólreiðamaður ársins 2025 HFR
Deila frétt

Davíð Jónsson
Davíð er Íslandsmeistari í Ólympískum Fjallahjólreiðum og í Criterium. Fyrsti Íslandsmeistaratitill Davíðs var í tímatökukeppni sumarið 2023, þá var aðeins 18. ára gamall. Hann hefur keppt í Elite flokki frá 2021, eða frá rúmlega 16. ára aldri. Íslenskar keppnir duga ekki fyrir Davíð svo hann tók þátt í 25 keppnum erlendis, þar af þremur fjöldægra, meðal annars 3 dage í Nord í Danmörku í vor og í U6 í Svíþjóð í júlí þar sem hann landaði öðru sæti overall. Hann er meðlimur í HFR-Alvotech hérna heima og var núna að skrifa undir samning hjá danska liðinu Team Cranks og hann á pottþétt eftir að dafna vel þar.
Davíð tók þátt í fyrsta sinn á Heimsmeistaramótinu í gravelhjólreiðum og stóð sig vel, sú reynsla á eftir að nýtast honum frábærlega í framtíðinni. Í maí var hann valinn til að keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem fóru fram í Andorra. Þar tók hann þátt í öllum 3 keppnum sem þar voru í boði (Tímatöku-, götuhjóla- og Ólympískum fjallahjólreiðum).
Davíð er ungur, duglegur, samviskusamur, strategískur og skynsamur keppandi sem ætlar sér langt. Hann vinnur vel með öðrum er flinkur í að lesa í aðstæður og hefur náð ótrúlega langt þrátt fyrir ungan aldur. Hans næstu skref eru að sækja sigra í fleiri erlendum keppnum og skora hátt í UCI keppnum.
Hann byrjaði 2025-2026 tímabilið með látum og landaði Íslandsmeistaratitlinum í CX. Helstu úrslit 2025: Íslandsmeistari í XCO, Íslandsmeistari í Criterium
2. sæti Íslandsmóts í Götuhjólreiðum, 2. sæti Íslandsmóts í Maraþon Fjallahjólreiðum, 2. sæti í heildarkeppni U6 (þar á meðal sigur á 5. degi keppninar), 7. sæti í Tímatökukeppni Smáþjóðaleikanna í Andorra, 1. sæti Lyngbyloppet Svíþjóð, 2. sæti Östgötaloppet Svíþjóð, Íslandsmeistari í U23 í Götuhjólreiðum, Íslandsmeistari í U23 í tímatöku, Íslandsmeistari í U23 Maraþon fjallahjólreiðum.