Hjólreiðakona ársins 2025 HFR
Deila frétt

Sól Snorradóttir
Sól vann sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð í Fjallabruni (Downhill) í sumar, en hún er einungis 19 ára gömul. Hún er einnig bikarmeistari í greininni. Sól var kosinn efnilegasta hjólreiðakona ársins í lokahófi Hjólreiðasambands Íslands seinasta haust og er klárlega efnilegasta og besta fjallabrunskona landsins. Hún hefur á undanförnum árum verið ein fremsta fjallahjólreiðakona landsins.
Sól, eins og Davíð, færði sig upp í A-flokk fyrir nokkrum árum til að fá meiri samkeppni en lætur ekki keppnir hérlendis duga heldur fer reglulega í mót erlendis. Í ár stóð HRÍ ekki fyrir ferðum á stórmót í fjallabruni en Sól fór sjálf bæði í æfingaferð til Frakklands og keppti í Portúgaölsku bikarmótarðinni þar sem hún landaði öðru sætinu í U23 (Portúgalar hafa ákveðið að halda þeim flokki inni) en fjórða sæti í A-flokki.
Sól Snorradóttir er metnaðarfull, ábyrg og jákvæð íþróttakona sem hefur sýnt mikla elju og stöðugleika í sínum æfingum og keppni. Hún er ekki aðeins sterkur keppandi heldur einnig fyrirmynd fyrir yngri iðkendur. Hún hefur tekið virkan þátt í starfi Hjólreiðafélags Reykjavíkur, sótti bæði UCI level 1 og 2 námskeið á árinu og hefur komið að þjálfun barna og unglinga í greininni.
Hún hefur einnig starfað fyrir Mosfellsbæ við að halda hjólanámskeið fyrir krakka og leggur brautir með IceBike á sumrin. Hún er fyrst til að mæta með skóflur og haka ef þarf að laga/breyta/gera nýjar brautir fyrir DH. Með öllu þessu leggur hún sitt af mörkum til að efla íþróttina á Íslandi og styðja við næstu kynslóð hjólreiðafólks. Sól er fyrirmynd kvenna í fjallahjólreiðum og góð ímynd fyrir íþróttina á Íslandi almennt.
2025: Íslandsmeistari í fjallabruni. Bikarmeistari í fjallabruni. Annað sætið í U23 á sterku portúgölsku móti. Fjórða sæti í Elite í sama móti. UCI level 1, UCI level 2