Sumartilboð æfingahóps HFR

Sumartilboð æfingahóps HFR

Í sumar býður Hjólreiðafélag Reykjavíkur fulla aðild að æfingahóp sínum á sérstöku tilboðsverði. Aðildin gildir út ágúst 2024 og innifelur allar æfingar sem félagið býður upp á auk æfingaplans frá þjálfara og eftirfylgni í gegnum TrainingPeaks. Verð aðeins 44.030 kr.

Skráðu þig hér með Abler!

Full aðiild, sumar 2024.

Æfingar HFR eru haldnar undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda. Þegar þurfa þykir er hópnum skiptu upp eftir getu. Á æfingum er jafnan lögð áhersla á að hita upp, taka nokkra mislanga spretti og síðan hjóla rólega í lokinn. Yfirleitt eru æfingar styttri og yfirvegaðri á haustin. Þegar líða tekur á vorið þá eykst bæði magn og vegalengd á æfingum, enda flestir að undirbúa sig fyrir hjólakeppnir á komandi sumri. Á sumrin vilja flestir reyna að bæta við sig eða halda forminu með nokkru álagi á æfingum.

Allir geta verið með, því hópurinn hjólar saman á ákveðinn stað þar sem æfingin er tekin og hjólar svo saman aftur heim. Þannig fá allir sitt út úr æfingunni því uphitunina á að taka undir lægra álagi og sprettina tekur svo hver og einn á sínu álagi. Þegar farnar eru lengri leiðir á æfingum er hópnum skipt upp eftir getustigi eða að reynslumeiri og öflugri aðilar leiða hópinn í lengri tíma á meðan þeir sem nýrri eru fylgja meira með. Þannig geta hjólarar á misjöfnu getustigi hjólað saman lengri vegalengdir.

Á sumrin eru flestir á götuhjólum (racer) en yfir vetrartímann eru flestir á cyclocross hjólum eða fjallahjólum. Útiæfingar hefjast við Nauthól í Fossvogi (við bekkina)

Fjallahjólaæfingar eru þrisvar sinnum í viku.Stundum er æfingunum valin önnur staðsetning en auglýst er í tímatöflunni og er það þá auglýst fyrirfram. Á æfingunum er lögð áhersla á tæknileg atriði, hvernig best sé að beita fjallahjólinu við mismunandi aðstæður og hvernig eigi að öðlast meira sjálfstraust við krefjandi aðstæður.

 

Back to blog