Norðurlandamótið í fjallabruni var haldið í Ruka í Finnlandi um helgina. Fyrir hönd Íslands kepptu HFR-ingarnir Margrét Blöndahl Magnúsdóttir í U17 og Brynjar Logi Friðriksson í U19 flokki.
Þau stóðu sig frábærlega og hefur landslið Íslands í fjallabruni aldrei verið jafn samkeppnishæft.
Margrét lenti í öðru sæti í sínum flokki og náði þannig í silfur verðlaunin á tímanum 1:16.525, sem er aðeins 7.5% lengur en hraðasta kona óháð flokkum.
Brynjar endaði í 7. sæti eftir að hafa dottið í tímatökum og þurft að fara aðra keppnisferð vegna rauðs flaggs í braut. Brynjar var á tímanum 1:09.839, sem er aðeins 14.7% lengur en hraðasti karl óháð flokkum.