Örninn TREK Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum

Örninn TREK Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum

Örninn TREK og HFR halda Íslandsmeistarmót í XCO fjallahjólreiðum  2024

Tími og staður: 

Laugardagur 22. júní, 2024 í Öskjuhlíð

Keppnishaldari: 

Hjólreiðafélag Reykjavíkur

Afhending keppnisgagna: 

Á keppnisstað frá klukkan 10.00 á keppnisdegi.

Skráning hér

Keppnisfundir og ræsing:

Keppnisfundur fyrir eftirfarandi hefst 10:45

Masters kvk, B flokkur kvk og junior kvenna fara 2 stóra hringi, starta klukkan 11:00

U17 fara 4 litla hringi, starta klukkan 11:02

U15 fara 3 litla hringi, starta klukkan 11:04

U13 og U11 fara 2 litla hringi, starta klukkan 11:06

Verðlaunaafhending strax eftir ræsingu Elite flokka.

Keppnisfundur fyrir eftirfarandi hefst 11:55

Elite karla fara 5 stóra hringi, starta klukkan 12:10

Masters kk, B flokkur kk og junior karla fara 4 stóra hringi, starta klukkan 12:12

Elite kvenna fara 4 stóra hringi, starta klukkan 12:14

Verðlaunaafhending strax eftir ræsingu rafhjólaflokka.

Keppnisfundur fyrir eftirfarandi hefst 13:00

Rafhjólaflokkur karla fara 3 stóra hringi, starta kl. 13:10

Rafhjólaflokkur kvenna fara 2 stóra hringi starta kl. 13:12

Verðlaunaafhending strax og úrslit verða ljós og dómari hefur staðfest.

Hringunarregla:   Gildir ekki.

Viðgerða og þjónustusvæði:

Svæði verður til viðgerða og þjónustu. Uppi við Perlu eftir start. 

Verðlaunaafhending:

Verður eftir að úrslit eru ráðin í öllum flokkum og dómarar hafa staðfest úrslit u.þ.b. 12:20 fyrir yngri flokka og þá sem ræsa 11:00-11:06. 13:15 fyrir Elite og þá sem ræsa kl. 12:10-12:14  og kl. 14:00 fyrir rafhjólaflokka.

Mótsstjóri er Jón Gunnar Kristinsson (Nóni)  s. 8488368

Dómari er Erlendur Þorsteinsson.

Braut er merkt með hveiti og plastborðum. 

Almennar keppnisreglur HRÍ gilda í þessu móti. Hjálmaskylda er í mótinu.

Þar sem Öskjuhlíðin er opið útivistarsvæði er möguleiki á umferð gangandi vegfarenda um svæðið.  Biðjum við keppendur um að sýna varkárni og kurteisi.    Brautarverðir reyna eins og kostur er að leiðbeina og láta fólk vita.

Keppendum er skylt að aðstoða ef slys ber að höndum, hringja skal í 112 ef slysið er alvarlegt og síðan skal hringt í keppnisstjóra í 8488368

Léttar veitingar verða í boði fyrir alla keppendur eftir keppni.

Stóra Brautin

Litla Brautin

Back to blog