Opið færninámskeið HFR í fjallahjólreiðum

Opið færninámskeið HFR í fjallahjólreiðum

Aðeins um námskeiðið

Arnaldur Gylfason verður með færninámskeið í fjallahjólreiðum fyrir félagsmenn HFR og aðra áhugasama. Námskeiðið verður haldið fjóra miðvikudaga í röð kl 18 frá og með 26. júní. Kennt verður í Öskjuhlíðinni. Námskeiðið er tilvalið fyrir þau sem stefna á að koma með í Sumarferð HFR 26-28. júlí og vilja skerpa aðeins á tækninni.

TLDR:

Hvað: Færninámskeið í fjallahjólreiðum

Fyrir hverja: Öll sem hafa áhuga

Hvenær: Á miðvikudögum kl 18 (26. júní, 3., 10. og 17. júlí)

Hvar: Í Öskjuhlíðinni (mæting á bílastæðin við Perluna)

Verð: Frítt

Nánar um námskeiðið

Námskeiðið er byggt í kringum færniþætti PMBIA (Professional Mountain Bike Instructor Association). Þetta verða 4 skipti, um 2 klst í senn.

Það eru 6 færniþættir í PMBIA:

  1. Staðan og Jafnvægi/Hreyfanleiki
  2. Stjórntæki: Bremsur og Gírar
  3. Umhverfisvitund: Horfa og Línuval
  4. Stefnustjórnun: Almennt + Beygjur
  5. Þrýstingsstjórnun: Tramp, líkamsdempun, pump, flæði + Lyfta fram/aftur
  6. Tímasetning og samhæfing

Fyrstu 3 skiptin taka fyrir fyrstu 3 færniþættina með beygjuæfingu til viðbótar í hverjum tíma. Fjórði tími skiptist í tvennt. Í fyrri hluta er farið yfir atriði fyrir beygjur sem ekki eru tekin fyrir í tengslum við aðra færniþætti og í seinni hluta er farið í 5. færniþáttinn. 6. færniþáttur er rétt kynntur en ekki farið sérstaklega í.

Back to blog