Efnilegasti hjólreiðamaður ársins 2025 HFR
Deila frétt

Sólon Kári Sölvason
Sólon er 17 ára, gríðarsterkur götu- og XC hjólari sem æfir vel og samviskusamlega. Hann er hlédrægur og rólegur utan keppnisbrautar en keppnisskapið leynir sér ekki innan brautar.
Hann er í þjálfun hjá dönskum þjálfara, ætlar langt og sýnir að hann hefur það sem þarf til þess. Það verður skemmtilegt að fylgjast með honum í framtíðinni og hlökkum til að sjá hann blómstra.
2025: Íslandsmeistari í Junior í götuhjólreiðum Íslandsmeistari í Junior í tímatöku Bikarmeistari í Junior í tímatöku Íslandsmeistari í criterium U6 í Svíþjóð