HFR-ingar ná Íslandsmeistaratitli í fjallahjólreiðum karla og kvenna!

HFR-ingar ná Íslandsmeistaratitli í fjallahjólreiðum karla og kvenna!

Hjólreiðafélag Reykjavíkur hélt í dag Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum í samstarfi við Örninn TREK. Mótið var haldið í Öskjuhlíðinni við blautar aðstæður og mikla drullu. 

Íslandsmeistarar

Í kvennaflokki vann Kristín Edda Sveinsdóttir með yfirburðum en hún kláraði hringina 4 á tímanum 1:27:50.

Í karlaflokki vann Kristinn Jónsson og varði þar með Íslandsmeistaratitill sinn. Í þriðja sæti varð Davíð Jónsson.

Aðrir HFR-ingar sem komust á pall í sínum flokki voru:

Einar Valur Bjarnason: Íslandsmeistari U17 KK

Hekla Henningsdóttir: Íslandsmeistari U17 KVK

Eyrún Birna Bragadóttir: 2. sæti U17 KVK

Þorvaldur Atli Björgvinsson: Íslandsmeistari U15 KK

Áslaug Yngvadóttir: Íslandsmeistari U15 KVK

Alexandra Árný: Íslandsmeistari U13 KVK

Inga Dagmar Karlsdóttir: 1. sæti Master 35+ KVK

Gunnar Birgir Sandholt: 1. sæti Master 35+ KK

Kristmundur Guðleifsson: 2. sæti Master 35+ KK

Umfjöllun RÚV

Fréttafólk RÚV mætti á svæðið. Lesa má umfjöllun þeirra og horfa á sjónvarpsfrétt um mótið hér

Back to blog