Aðalfundur HFR 2024

Aðalfundur HFR 2024

Hér með er boðað til aðalfundar HFR þann 30. maí 2024, kl. 20:00 með tveggja vikna fyrirvara samkvæmt reglum félagsins. Fundurinn er haldinn í húsakynnum Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar að Flatahrauni 29 í Hafnarfirði. Staðsetning á korti

Kosið er til formanns og 6 manna stjórnar á aðalfundi félagsins og leitum við til ykkar kæru félagsmenn að bjóða ykkur fram og vera með okkur í þessu skemmtilega starfi sem stjórnin sinnir.

Framboð til stjórnar berast á aðalfundi en þegar hafa eftirtaldir aðilar boðið sig fram til áframhaldandi setu: Björgvin Jónsson, Valgeir Smári Óskarsson, Erla Björk Sveinbjörnsdóttir, Sædís Ólafsdóttir, Þórdís Einarsdóttir, Sæmundur Guðmundsson, Bryndís Erntsdóttir.

Sá sem víkur úr stjórn eftir þetta tímabil er Jón Bjarni Guðmundsson. Við þökkum honum kærlega fyrir vel unnin störf á undanförnum árum.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

Kosinn fundarstjóri og fundarritari

Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.

Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.

Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun næsta árs.

Lagabreytingar, ef tillögur liggja fyrir sbr. 12. grein, sjá neðar

Kosning í stjórn félagsins;

kosinn formaður,

kosnir 6 einstaklingar í stjórn,

kosnir 2 varamenn og atkvæði greidd um þá,

kosnir 2 endurskoðendur,

kosnir formenn nefnda,

Mótanefnd

Fjáröflunarnefnd,

Almenningshjólreiðar,

Skýrslur og tillögur fráfarandi nefnda

Önnur mál.

Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum allra mála, sbr. þó 12. grein. Kosning skal vera skrifleg nema aðeins komi fram ein uppástunga til stjórnarstarfa, þá telst sá sem tilnefndur er, sjálfkjörinn. Formaður nefndar velur með sér 2-4 einstaklinga í nefndina. Stjórnarmenn eru hlutgengir í nefndir. Stjórn gegnir hlutverki nefnda ef ekki fæst fólk til að gegna störfum þeirra.

TILLÖGUR AÐ LAGABREYTINGUM:

1. grein – Heiti

Félagið heitir “Hjólreiðafélag Reykjavíkur”, skammstafað HFR.

VERÐUR

Félagið heitir “Hjólreiðafélag Reykjavíkur”, skammstafað HFR. Heimilisfang þess og varnarþing er í Reykjavík.

————–

5. grein – Aðalfundur félagsins

Aðalfundur félagsins skal haldinn eigi síðar en í mars ár hvert. Til aðalfundar skal boðað með tveggja vikna fyrirvara og skal hann boðaður öllum félagsmönnum skriflega, á póstlista félagsins og á heimasíðu. Aðalfundur félagsins er löglegur sé löglega til hans boðað, án tillits til hversu margir mæta á fundinn.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari
2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
4. Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun næsta árs.
5. Lagabreytingar, ef tillögur liggja fyrir sbr. 12. grein
6. Kosning í stjórn félagsins;
 1. kosinn formaður,
 2. kosnir 4 einstaklingar í stjórn,
 3. kosnir 2 varamenn og atkvæði greidd um þá,
 4. kosnir 2 endurskoðendur,
 5. kosnir formenn nefnda,
   1. Mótanefnd fjallahjólreiða,
   2. Mótanefnd göthjólreiða,
   3. Mótanefnd fjallabrun,
   4. Fjáröflunarnefnd,
   5. Almenningshjólreiðar,
   6. Bláa Lóns áskorunin.
7. Skýrslur og tillögur fráfarandi nefnda
8. Önnur mál.
Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum allra mála, sbr. þó 12. grein. Kosning skal vera skrifleg nema aðeins komi fram ein uppástunga til stjórnarstarfa, þá telst sá sem tilnefndur er, sjálfkjörinn. Formaður nefndar velur með sér 2-4 einstaklinga í nefndina. Stjórnarmenn eru hlutgengir í nefndir. Stjórn gegnir hlutverki nefnda ef ekki fæst fólk til að gegna störfum þeirra.

VERÐUR

Aðalfundur félagsins skal haldinn eigi síðar en í mars ár hvert. Til aðalfundar skal boðað með tveggja vikna fyrirvara og skal hann boðaður öllum félagsmönnum á vefmiðlum og á heimasíðu. Aðalfundur félagsins er löglegur sé löglega til hans boðað, án tillits til hversu margir mæta á fundinn.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari
2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
4. Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun næsta árs.
5. Lagabreytingar, ef tillögur liggja fyrir sbr. 12. grein
6. Kosning í stjórn félagsins;
 1. kosinn formaður,
 2. kosnir 4 einstaklingar í stjórn,
 3. kosnir 2 varamenn og atkvæði greidd um þá,
 4. kosnir 2 endurskoðendur,
 5. kosnir formenn nefnda,
   1. Mótanefnd
   2. Fjáröflunarnefnd,
   3. Almenningshjólreiðar,
7. Skýrslur og tillögur fráfarandi nefnda
8. Önnur mál.
Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum allra mála, sbr. þó 12. grein. Kosning skal vera skrifleg nema aðeins komi fram ein uppástunga til stjórnarstarfa, þá telst sá sem tilnefndur er, sjálfkjörinn. Formaður nefndar velur með sér 2-4 einstaklinga í nefndina. Stjórnarmenn eru hlutgengir í nefndir. Stjórn gegnir hlutverki nefnda ef ekki fæst fólk til að gegna störfum þeirra.

————–

11. grein – Félagsslit

Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi með samþykki að minnsta kosti 2/3 hluta fundarmanna og því aðeins að getið hafi verið um væntanlega atkvæðagreiðslu um framtíð félagsins í skriflegu fundarboði. Aðalfundur ráðstafar eigum félagsins verði það lagt niður.

VERÐUR

Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi með samþykki að minnsta kosti 2/3 hluta fundarmanna og því aðeins að getið hafi verið um væntanlega atkvæðagreiðslu um framtíð félagsins í skriflegu fundarboði. Ef um eignir er að ræða við slit félagsins skulu greiddar upp allar skuldir sem félagið hefur stofnað til og ef um umfram eignir er að ræða eftir greiðslu allra skulda skulu þær ganga til Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) til varðveislu og afhendist síðar félagi er stofnað yrði með hliðstæðum markmiðum.

Back to blog