Um félagið

Hjólreiðafélag Reykjavíkur er íþróttafélag innan Íþróttabandalags Reykjavíkur. Markmið HFR er að efla hjólreiðar sem íþrótt á Íslandi.
Félagið stendur fyrir keppnum bæði á fjalla- og götuhjólum, auk þess sem á vegum félagsins eru stundaðar æfingar reglulega.
Hjólreiðafélag Reykjavíkur er u.þ.b. 70 ára gamalt og hefur verið virkt af og til þann tíma.

Stjórn

Formaður
Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir

 

Gjaldkeri
Helga María Arnarsdóttir
helgagjaldkerihfr@gmail.com

Meðstjórnendur

Arnór Bakarson

Anette Schou

Davíð Þór Sigurðsson

Varamenn
Jens Þór Sigurðarson
Þórdís Einarsdóttir

Fulltrúar HFR í stjórn HRÍ

Sigríður Ásta Guðjónsdóttir – Mótanefnd HRÍ

Þjálfarar

Yfirþjálfari, æfingahópur og U23: Ása Guðný Ásgeirsdóttir og Lucas Leblond

U19 og U17: Armann Gylfason

U15 og U13: Sveinn Ottó Sigurðsson og Árni Már Jónsson

Lyftingar: Einar Daði Lárusson

XC, allur aldur: Bjarki Bjarnason, Davíð Þór Sigurðsson og Georg Vilhjálmsson

Almenningsæfingar: Arnór Barkarson

Fjallahjól, U15 og yngri: Kári Halldórsson og Eyþór Þorsteinsson

AM æfingar: Davíð Þór Sigurðsson,  Gunnar Örn Svavarsson, Georg Vilhjálmsson, Hlynur Þorsteinsson og Albert Jakobson

AM æfingar konur: Elsa Gunnarsdóttir, Sædís Ólafsdóttir og Sólveig Auðar Hauksdóttir.

Lög Hjólreiðafélags Reykjavíkur

1. grein – Heiti

Félagið heitir ,,Hjólreiðafélag Reykjavíkur”, skammstafað HFR.

2. grein – Markmið

Tilgangur félagsins er að iðka og efla hjólreiðar sem keppnisíþrótt og glæða áhuga almennings á gildi þeirra.

3. grein – Félagar

Hver sá sem greiðir félagsgjald til félagsins er félagi í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur, auk þeirra sem stjórn Hjólreiðafélags Reykjavíkur samþykkir að skuli skrá sem félaga en er undanþeginn greiðslu félagsgjalds af sérstökum ástæðum.  Félagar fara með eitt atkvæði á aðalfundi og öðrum fundum félagsins.  Einstaklingar yngri en 16 ára hafa ekki atkvæðisrétt.

4. grein – Skipulag félagsins

Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald í málefnum félagsins.  Stjórn félagsins er æðsti aðili í málefnum þess á milli aðalfunda og mótar starfssemina í aðalatriðum.  Félagsfundi skal boða svo oft sem stjórn ákveður og ef skrifleg ósk kemur fram frá eigi færri en 10 félagsmönnum og tilgreini þeir fundarefni hans.  Halda skal félagsfund eigi síðar en þremur vikum eftir að krafan um hann barst stjórninni og skal boða félagsfundinn með viku fyrirvara.

5. grein – Aðalfundur félagsins

Aðalfundur félagsins skal haldinn eigi síðar en í mars ár hvert.  Til aðalfundar skal boðað með tveggja vikna fyrirvara og skal hann boðaður öllum félagsmönnum skriflega, á póstlista félagsins og á heimasíðu.  Aðalfundur félagsins er löglegur sé löglega til hans boðað, án tillits til hversu margir mæta á fundinn.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

 1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari
 2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
 3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
 4. Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun næsta árs.
 5. Lagabreytingar, ef tillögur liggja fyrir sbr. 12. grein
 6. Kosning í stjórn félagsins;
  1. kosinn formaður,
  2. kosnir 4 einstaklingar í stjórn,
  3. kosnir 2 varamenn og atkvæði greidd um þá,
  4. kosnir 2 endurskoðendur,
  5. kosnir formenn nefnda,
   1. Mótanefnd fjallahjólreiða,
   2. Mótanefnd göthjólreiða,
   3. Mótanefnd fjallabrun,
   4. Fjáröflunarnefnd,
   5. Almenningshjólreiðar,
   6. Bláa Lóns áskorunin.
 7. Skýrslur og tillögur fráfarandi nefnda
 8. Önnur mál.

Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum allra mála, sbr. þó 12. grein.  Kosning skal vera skrifleg nema aðeins komi fram ein uppástunga til stjórnarstarfa, þá telst sá sem tilnefndur er, sjálfkjörinn.  Formaður nefndar velur með sér 2-4 einstaklinga í nefndina.  Stjórnarmenn eru hlutgengir í nefndir. Stjórn gegnir hlutverki nefnda ef ekki fæst fólk til að gegna störfum þeirra.

6. grein – Reikningsár og reikningsskil

Reikningsár félagsins skal vera almanaksárið.  Allir reikningar skulu vera komnir til endurskoðenda félagsins eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.

7 grein – Félagaskrá

Stjórnin skal halda félagaskrá og endurkoða hana á hverju starfsári.

8. grein – Afsögn stjórnar

Komi til þess að stjórn segir af sér störfum skal boða til félagsfundar og nýir fulltrúar kosnir til sama tíma og fráfarandi fulltrúar voru áður kosnir.

11. grein – Félagsslit

Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi með samþykki að minnsta kosti 2/3 hluta fundarmanna og því aðeins að getið hafi verið um væntanlega atkvæðagreiðslu um framtíð félagsins í skriflegu fundarboði.  Aðalfundur ráðstafar eigum félagsins verði það lagt niður.

12. grein – Lagabreytingar

Lögum þessum má ekki breyta nema á aðalfundi félagsins, og þarf til þess samþykki 2/3 hluta atkvæðisbærra fundarmanna.Tillögur til lagabreytingar skulu tilkynntar með aðalfundarboði og skulu þær birtar á heimasíðu félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

13. grein – Gildistaka

Lög þessi öðlast þegar gildi.  Jafnframt eru felld úr gildi eldri lög félagsins.

 

samþykkt á aðalfundi félagsins dags. 5. mars 2005