Hjólreiðafélag Reykjavíkur er íþróttafélag innan Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Markmið HFR er að efla hjólreiðar sem íþrótt á Íslandi.


Vetrarstarf Hjólreiðafélags Reykjavíkur

Inni hjólaæfingar HFR fara fram í VEGGSPORT en þar hefur HFR frábæra aðstöðu og erum við með 30 wattahjól í salnum.

Styrktaræfingar fyrir æfingahópana fara fram hjá METABOLIC sem einnig er í Stórhöfða 17, fyrir ofan Veggsport.

Æfingatímabilið er 1.október – 30.setpember.

ALLAR æfingarnar fara fram undir leiðsögn þjálfara.

Hvort sem þú vilt æfa hjólreiðar til að vera í góðu formi eða með það að markmiði að keppa næsta sumar eða taka þátt í hjóla eventum einhvers staðar í heiminum þá ertu velkominn í hópinn okkar. Nýliðar eru alltaf velkomnir inn á æfingar og við hvetjum ykkur til að koma og prófa.

Fyrir fullorðna eru 4 leiðir í boði til að æfa með félaginu:

  1. Félagsmaður 11.900 krónur árið
  2. Æfingahópur 50.000 krónur árið
  3. Masters æfingahópur 50.000 krónur árið
  4. MTB æfingahópur 28.000 krónur árið

HFR er einnig með æfingar fyrir börn og ungmenni allt árið um kring. Við skiptum æfingunum niður í eftirfarandi hópa:

  • U23 – 19-22 ára, æfa með fullorðnum
  • U19/Junior – 17-18 ára, æfa með fullornum
  • U17 – 15-16 ára
  • U15 13-14 ára
  • U13 11-12 ára

Allir geta verið með, því hópurinn hjólar saman á ákveðinn stað þar sem æfingin er tekin og hjólar svo saman aftur heim. Þannig fá allir sitt út úr æfingunni því uphitunina á að taka undir lægra álagi og sprettina tekur svo hver og einn á sínu álagi. Þegar farnar eru lengri leiðir á æfingum er hópnum skipt upp eftir getustigi eða að reynslumeiri og öflugri aðilar leiða hópinn í lengri tíma á meðan þeir sem nýrri eru fylgja meira með. Þannig geta hjólarar á misjöfnu getustigi hjólað saman lengri vegalengdir. 

Fyrir nánari upplýsingar um hvern hóp fyrir sig smelltu á “Félags- og æfingagjöld” en þar er einnig hægt að skrá sig í félagið.


Fréttir

08/06/2018

Glæsilegur hópur HFR ungmenna tilbúin í Bláalónsþrautina 2018 í nýju HFR göllunum.

Bláalónsþrautin fer fram á morgun 9.júní og verður ræst frá Ásvallalaug kl 19:40. Æfingahópur ungmenna HFR lagði lokahönd á undirbúninginn...
Read More
07/06/2018

Afhending keppnisgagna

Keppnisgögn fyrir Bláa lóns þrautina 2018 verđa afhennt í reiđhjólaversluninni Erninum í dag 7.jùní kl 13-18
Read More
1 3 4 5 6 7 698

>> Fleiri fréttir


Styrktaraðilar

Dohop
Göguhjól