Móttaka nýrra félagsmanna

Vilt þú:

  • komast í betra form
  • öðlast betri hæfni á hjólinu
  • fá frábæra styrktarþjálfun
  • hjóla í góðum og öruggum hópi

Komdu þá að æfa með HFR.

5.-26. september kynnum við starfið hjá HFR. Við bjóðum upp á grunnnámskeið þar sem farið er í tækni á götuhjóli og fjallahjóli, tökum sprettæfingar, traineræfingar og lyftingaræfingar.

Dagskrá:

Mánudagar: 19:30-21:00 Styrktaræfingar í Veggsport
Þriðjudagar: 17:30-19:00 Traineræfing í Veggsport á IC8 Wattahjólum
Miðvikudagar: 18:30-20:00 Styrktaræfingar í Veggsport
Fimmtudagar: 18:15-20:15 Götuhjólaæfing úti, farið frá Nauthólsvík

Sunnudagar: 9:30-12:00 Samhjól úti í 2-3 tíma, farið frá Nauthólsvík

Verð: 11.900 krónur

Greiðist með millifærslu á:

kt. 430194-2089, Reikningur: 0130-26-412089. Senda kvittun á: gjaldkeri@hfr.is.

Skráningargjaldið gengur upp í æfingagjöld ef haldið er áfram í vetur, hvort sem það er félagsmannagjaldið eða í æfingahópinn.

Þjálfarar: Ása Guðný, Ármann, Bjarki og Einar Daði,
Þjálfarar HFR eru menntaðir þjálfarar, hafa sjálf keppt og stundað æfingar lengi og eiga að baki mjög farsælan feril. Ása Guðný var einnig í landsliði Íslands í hjólreiðum.

Skráðu þig og vertu með okkur í vetur!

Hjólreiðafélag Reykjavíkur er íþróttafélag innan Íþróttabandalags Reykjavíkur.
Markmið HFR er að efla hjólreiðar sem íþrótt á Íslandi.

Styrktaraðilar

Dohop
Göguhjól

Fréttir

10/06/2018

Bláalónsþrautin 2018

Bláalónsþrautin 2018 fór fram í gær 9.júní. Brautin var einstaklega blaut í ár en keppendur létu það ekki stoppa sig....
Read More
08/06/2018

Glæsilegur hópur HFR ungmenna tilbúin í Bláalónsþrautina 2018 í nýju HFR göllunum.

Bláalónsþrautin fer fram á morgun 9.júní og verður ræst frá Ásvallalaug kl 19:40. Æfingahópur ungmenna HFR lagði lokahönd á undirbúninginn...
Read More

>> Fleiri fréttir