Haukur M. Sveinsson sigraði glæsilega fyrstu keppni sumarsins, í götuhjólreiðum, sem fram fór á Þingvöllum á sunnudagsmorguninn. Hjólaðir voru 4 hringir í Þjóðgarðinum, samtals 68 kílómetrar. Alls tóku 25 keppendur þátt að þessu sinni og eru það fleirri en áður hafa keppt í götuhjólreiðum hérlendis. Meðalhraði Hauks var einnig sá hæsti sem náðst hefur í hópstarti á götuhjólum eða 36,3 km.

Myndir: Fara í ýmislegt og velja myndir.