Fréttir

Nýr þjálfari hefur verið ráðinn til starfa hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur, Lucas Leblond.
Lucas er frá Frakklandi og er með MSc gráðu í íþróttafræði með áherslu á hjólreiðaþjálfun. Hann hefur síðustu misserin verið í starfsnámi í World Cycling Center hjá UCI, þar sem hann kynntist m.a. landsliðsfólki Íslands í hjólreiðum á Smáþjóðaleikunum. Lucas er sjálfur öflugur hjólreiðamaður og keppir í götuhjólreiðum í Frakklandi.

Lucas mun þjálfa æfingahóp HFR, leggja upp umfangsmikil þolpróf fyrir hópinn nokkrum sinnum á ári og setur upp æfingaáætlanir með aðstoð þjálfara HFR hér heima. Hann mun jafnframt halda æfingabúðir á okkar vegum reglulega með áherslu á hjólafærni og tækni, keppnistaktík svo eitthvað megi nefna.

Á sama tíma og við fögnum samstarfi við nýjan þjálfara viljum við í HFR þakka fráfarandi þjálfara Hans Söndergaard fyrir ánægjuleg samstarf síðustu ár.