Á dögunum gekk Heiðar Snær Rögnvaldsson frá samningi við danska keppnisliðið Racing Viborg, og mun keppa undir þeirra merkjum í fjallahjólaseríunni SRAM Liga í Danmörku. Um er að ræða 5 fjallahjólakeppnir í XC (cross country) sem jafnframt telja til stiga í stigakeppni danska hjólreiðasambandssins.

Heiðar Snær hefur lengi æft og keppt með HFR en hefur verið að stíga frekari skref með því því að æfa og keppa í Danmörku. Þar er  nú undir leiðsögn samstarfsmanns okkar HFR Sören Lilholt og nýtur auðvitað ríkulegs stuðnings þjálfarateymis HFR.

Heiðar Snær er 18 ára Hafnfirðingur og varð m.a. Íslandsmeistari unglinga í götuhjólreiðum 2016.  Fyrr í vor hlaut hann rausnalegan styrk frá Hjólaspretti sem útvegar honum götu- og fjallahjól frá Cervelo og Focus en það hjálpar auðvitað heilmikið. Ennfremur er það einkar ánægjulegt að ungir hjólreiðamenn fái tækifæri og stuðning til að æfa og keppa á erlendum vettfangi og öðlast þannig verðmæta reynslu.

Það verður gaman að fylgjast með Heiðari Snæ í sumar en hann hefur verið í mikilli framför í vor. Við í HFR óskum honum alls hins besta.

Í vídjóinu hér að ofan sést Heiðar taka endasprettinn í innanfélags crit keppni HFR í vikunni.