Morgunblaðshringurinn, við Rauðavatn. Aðstæður til fjallahjólreiða voru hreint út sagt frábærar og krefjandi á stöku stað, veðrið brá sem betur fer undir sig betri fætinum á meðan keppni stóð. Brautin var með sambærilegu sniði og fyrri ár.

Keppt var í fjölmörgum flokkum, fullorðinna, unglinga, krakka, í stigakeppni Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ), ásamt B keppnum sem ekki eru hluti af keppnisframboði HRÍ.

Í kvennaflokki hafði Erla Sigurlaug Sigurðardóttir (Tindur) sigur, í karlaflokki var Ingvar Ómarsson (Tindur) hlutskarpastur. Í flokki unglinga var Kristinn Jónsson (HFR) fyrstur. Öll önnur úrslit er að finna hér: https://www.timataka.net/morgunbladshringurinn2017/ en þau munu jafnframt birtast á vefsíðu HRÍ innan skamms.

HFR þakkar öllum sjálfboðaliðunum sem komu að mótshaldinu kærlega fyrir óeigingjarnt starf. Morgunblaðið fær bestu þakkir fyrir veittan stuðning og frábæra aðstöðu eftir keppni. Keppendur og aðstandendur er þakkað fyrir drengilega keppni og góða stemmingu. Hestamannafélögin og félög hundaeigenda á svæðinu fá þakkir fyrir tillitsemi á meðan keppni stóð.

Mynd: Arnold Björnsson