Bláalónsþrautin 2018 fór fram í gær 9.júní.
Brautin var einstaklega blaut í ár en keppendur létu það ekki stoppa sig.
Stemningin var góð í hópnum og vel til fundið eftir svona átök og bleytu að enda í Bláalóninu að kepnni lokinni.
Sigurvegarar mótsins vour Ingvar Ómarsson á tímanum 1:48:06 og María Ögn Guðmundsdóttir á tímanum 2:06:00.
Fjölmargir aðrir félagsmenn í röðum HFR voru sigurvegarar í sínum aldursflokkum og gaman að sjá hversu kröftugur hópurinn okkar er.
Úrslitin má sjá nánar hér.
Við þökkum öllum keppendum fyrir ánægjulegt mót.