HFR ætlar að vera með æfingar fyrir 7-10 ára á mánudögum svo lengi sem birta og veður leyfir. Æfingarnar fara fram í Öskjuhlíð og hist verður kl 16:30 við húsnæði félagsins í Nauthólsvík.
Krakkarnir þurfa að mæta á hjóli í góðu lagi, klædd eftir veðri og að sjálfsögðu er hjálmaskylda. Einnig er kominn tími á að vera með ljós, sérstaklega ef hjóla á til og frá æfingu.

Þar sem styttist í veturinn ætlum við að byrja næstkomandi fimmtudag kl 16:15 en æfingar verða eftir það á mánudögum.

Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við Atli Pál, atlipall@gmail.com eða í síma 693-2854.