Fimmtudag verður raceræfing kl. 18.30 frá Sprengisandi, ca. 1,5-2 tímar og við finnum vafalaust upp á einhverju, t.d. 3X 10 min keyrslur til að keyra okkur upp fyrir Krísuvíkur tímakeppnina þann 25. maí (ca. 17 km. og tekur um hálftíma).
Laugardag verður Raceræfing kl. 8.30 frá Sprengisandi, ca 3+ tímar en líklega fara einhverjir styttra. Ég mun hjóla rólega en langt (LSD – long, slow distance) og stend nokkuð við að fara ekki yfir 75% púls, og verð fyrir það mesta á 70%. Best væri að þeir sem vija fara hraðar geri það í brekkunum og hinkri svo eftir mér og öðrum eða hjóli aftur niður þær á móti okkur, þannig að við höldum hópinn nokkurn veginn. Unglingarnir verða sennilega í sérhóp sem fer eitthvað hægar yfir, en best væri að við gætum komið því við að hóparnir hittust aftur og hjóluðu eitthvað saman eins og við höfum stundum gert. Þannig geta þeir sem koma nýjir eða grunar að þeir fari hægar yfir, farið með unglingunum.

Hvert við hjólum verður ákveðið á staðnum í samræmi við langanir manna, vind og veður. En venjulega hjólum við annaðhvort í gegnum Heiðmörk, upp á Mosfellsheiði eða þá Reykajvíkurhring, -hringi.

Sunnudag verður Fjallahjólaæfing kl. 10.30 frá Sprengisandi, ca 1,5 -2,5 tímar. Venjulega tveir hópar á mismunandi hraða. Ekki hægt að garantera hvað gerist í hraðari hópnum en ég sjálfur hjóla yfirleitt með hægari hópnum. Við förum oft veginn efst upp í Heiðmörk á nokkuð rólegu tempói og svo inn í skóginn á niðurleiðinni. Þar tökum við dálítið áþví………