Fréttir

Í gær komu 17 stykki á raseræfinguna sem nálgast að vera Íslandsmet!!! Þó voru nokkrir valinnkunnir kappar fjarverandi. Og hraðinn var ótrúlega skynsamlegur, nei ég meina víst “þjálfunarfræðilega réttur”, eins og allir hefðu lesið prógramið sem ég sendi um daginn…. eða menn vildu bara taka því með ró fyrir keppnina á sunnudag. Af hvaða ástæðum sem það var þá var hraðinn alveg eins og best verður á kosið fyrir langa rólega æfingu eða LSD (long slow distance) eins og það er líka stundum kallað (ekki “Lang stærsti draumurinn” þó svo það sé ekki svo galið nafn). Þakka fyrir frábæra æfingu.

Sjáumst svo á sunnudaginn kl. 9.00 við tjaldstæðið á móti Þjónustumiðstöinni á Þingvöllum. startið er kl. 9.30 og hjólar meistaraflokkur 4 hringi eða um 68 km. og aðrir styttra.

Minni aftur á að hefðbundnir túrar frá Sprengisandi, á laugardags- og sunnudagsmorgun, falla niður vegna keppninar.

Gunnlaugur