Hér með er boðað til aðalfundar HFR þann 11.júní 2020 klukkan 19:30 og fer hann fram í húsnæði ÍSÍ í Laugardal.

Samkvæmt lögum félagsins skal hann með tveggja vikna fyrirvara.

Kosið er til formanns og 6 manna stjórnar á aðalfundi félagsins og leitum við til ykkar kæru félagsmenn að bjóða ykkur fram og vera með okkur í þessu skemmtilega starfi sem stjórnin sinnir. Framboð til stjórnar berast á aðalfundi en þegar hafa eftirtaldir aðilar boðið sig fram til áframhaldandi setu:
Til formanns: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir
Til stjórnarsetu: Benedikt Magnússon, Davíð Þór Jónsson, Þórdís Einarsdóttir

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

 • Kosinn fundarstjóri og fundarritari
 • Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
 • Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
 • Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun næsta árs.
 • Lagabreytingar, ef tillögur liggja fyrir sbr. 12. grein
 • Kosning í stjórn félagsins;
 • kosinn formaður,
 • kosnir 4 einstaklingar í stjórn,
 • kosnir 2 varamenn og atkvæði greidd um þá,
 • kosnir 2 endurskoðendur,
 • kosnir formenn nefnda,
 • Mótanefnd fjallahjólreiða,
 • Mótanefnd göthjólreiða,
 • Mótanefnd fjallabrun,
 • Fjáröflunarnefnd,
 • Almenningshjólreiðar,
 • Bláa Lóns áskorunin.
 • Skýrslur og tillögur fráfarandi nefnda
 • Önnur mál

Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum allra mála, sbr. þó 12. grein. Kosning skal vera skrifleg nema aðeins komi fram ein uppástunga til stjórnarstarfa, þá telst sá sem tilnefndur er, sjálfkjörinn. Formaður nefndar velur með sér 2-4 einstaklinga í nefndina. Stjórnarmenn eru hlutgengir í nefndir. Stjórn gegnir hlutverki nefnda ef ekki fæst fólk til að gegna störfum þeirra.

Vilji félagsmaður ræða mál undir liðnum önnur mál og málið kallar á atkvæðagreiðslu þarf félagsmaður að senda málið inn þremur dögum fyrir fund svo að allir hafi tök á að kynna sér málið.