Uppfært 21.maí:
Keppt verður samkvæmt flokkaskiptingu Hjólreiðanefndarinnar.
Hjólaðir verða 4 hringir ca 68 km og hjóla allir flokkarnir þann fjölda. Eftir að fyrsti maður kemur í mark verða tímarnir teknir fyrir þá keppendur sem ekki hafa lokið jafn mörgum hringjum og fyrsti keppandi.
  
— 
Ákveðið hefur verið að flýta öðrum bikar á Þingvöllum sem vera átti miðvikudaginn 6. júní til miðvikudagsins 23. maí, þ.e. næsta miðvikudags.

Ljóst er að hér er um mjög stuttan fyrirvara að ræða og eru menn beðnir velvirðingar á því.

Mótið hefst kl. 19:30. á miðvikudag og er mæting á svæðinu við þjónustumiðstöðina.

Þá færist 2. bikar í bruni sem vera átti þriðjudaginn 5. júní til miðvikudags 6. júní.

Vonir standa til þess að ekki verði gerðar frekari breytingar á keppnisdagskrá.

kveðja
Hjólreiðanefnd ÍSÍ