Í gær komu fimmtán á götuhjólaæfingu – en það eru kannski ekki fréttir lengur! Fín æfing.
Guðni Dagur, við erum alls ekki vanir að hjóla frá þeim sem sprengja dekk, en það hafði bæst einn við hópinn á leiðinni, þannig að þegar var tekið manntal, þá stefndi talan við þann fjölda sem lagði upp frá Sprengisandi. Enn við vorum í símasambandi og sjáumst vonandi á morgunn.

Á morgun laugardag verður semsagt raseræfing, frá Sprengisandi kl. 8.30. Farnir svona 2,5 til 3,5 tímar á meðalrólegum, stöðugum hraða. Etv. með smá sprettum eða brekkusprettum. Og plííísss ekki breyta þessu í einhverja keppni……

Á sunnudagsmorguninn verður fjallahjólaæfing kl. 10.30 frá Sprengisandi.

Á mánudagskvöldið kl. 18.00 ætlar Berti að bjóða upp á tímatöku á keppnisbrautinni á Krísuvíkurvegi. Mæting við hringtorgið hjá Haukaheimilinu sunnan við Hafnarfjörð. Væntanlega boðið upp á tímatöku eftir allri brautinni með millitíma við snúning. Menn geta þá hjólað hálfa vegalengd, eða alla eftir smekk. Flott framtak Berti.