Hjólaæfingar fyrir krakka, vor og haust tímabil 2021

Hjólaæfingar fyrir börn og unglinga hefjast 3.maí hjá HFR. Æfingarnar eru fyrir börn á aldrinum 7-15 ára og bjóðum við bæði upp á fjallahjólaæfingar og götuhjólaæfingar. Einnig er hægt að leigja götuhjól hjá HFR fyrir æfingarnar.

Tvö 8 vikna tímabil eru í boði, vor tímabilið sem er 3.maí – 23.júní og haust tímabilið sem er 9.ágúst – 29.september.

Mögulegt er að skrá í bæði tímabilin.

FJALLAHJÓLAÆFINGARNAR eru fyrir börn á aldrinum 7-15 ára.

GÖTUHJÓLAÆFINGARNAR eru fyrir börn á aldrinum 10-14 ára.

Eldri ungmenni eru velkomin í æfingahópa HFR og skrá sig þá í sinn aldursflokk.

Námskeiðin eru bæði fyrir byrjendur og lengra komin og er skipt upp eftir getu. Markmið æfinganna er að barnið öðlist meiri tækni, hjólaleikni og öryggi á hjólinu undir leiðsögn menntaðra þjálfara.

FJALLAHJÓLAÆFINGARNAR byrja og enda við Nauthól eða Perluna. 

GÖTUHJÓLAÆFINGARNAR byrja og enda við Veggsport Stórhöfða 17.

Hvert tímabil kostar 14.500 krónur.Hvað þarf að hafa í huga fyrir æfingarnar?

Þátttakendur þurfa að hafa til umráða fjallahjól en geta leigt götuhjól hjá HFR gegn mjög vægu gjaldi (sjá hér neðar á síðunni). Hafa þarf með sér vatn á brúsa og vera klædd í samræmi við veður hverju sinni. Athuga þarf að bremsur og gírabúnaður séu í góðu lagi. Einnig er gott að vera með auka slöngu ef það skyldi springa. Hjálmaskylda er á öllum æfingum HFR.

Þjálfarar HFR hafa lokið þjálfaramenntun ÍSÍ, 1.stig, og hafa reynslu af þjálfun, kennslu og tilsögn í hjólreiðum. Auk þeirra verða ungmenni HFR þeim til stuðnings.

Nánar um æfingarnar:

7 til 9 ára – Fjallahjólaæfingar

 • Mánudagar og miðvikudagar
  • 17:00 – 18:30
  • Tækniæfingar og hjólreiðar á stígum
  • Æfingarnar byrja og enda við Perluna
   • Æfingar á miðvikudögum verða sumar hverjar á öðrum svæðum í borginni eða nágrenni hennar, en það verður kynnt vel í upphafi tímabils.

10 til 12 ára – Fjallahjólaæfingar

 • Mánudagar og miðvikudagar
  • 15:20 – 16:50 – hámarksfjöldi 25 börn
  • 17:45 – 19:15 
  • Tækniæfingar og hjólreiðar á stígum
  • Æfingarnar byrja og enda við Perluna
   • Æfingar á miðvikudögum verða sumar hverjar á öðrum svæðum í borginni eða nágrenni hennar, en það verður kynnt vel í upphafi tímabils.

10 til 14 ára – Götuhjólaæfingar

 • Mánudagar og miðvikudagar
  • 18:00 – 19:15
  • Tækniæfingar og hjólafærni.
  • Æfingarnar byrja og enda við Veggsport
  • Hægt að leigja götuhjól á námskeiðinu, 5000 kr pr tímabil og hægt að æfa báðar greinar á sama tímabili.

13 – 15 ára – æfingahópur HFR

 • Fjallhjólaæfingar 13 – 15 ára
  • þriðjudaga og fimmtudaga 17:30 – 19:00
  • Þri og fim eru tækniæfingar og hjólreiðar á stígum.
  • Æfingarnar byrja og enda við Nauthól
 • Götuhjólaæfingar 13 – 15 ára
  • mánudagar og miðvikudagar 18:00 – 19:15
  • Mán og mið eru almennar götuhjólaæfingar og leikni.

Leiga á götuhjóli

Á götuhjólanámskeiðum er gert ráð fyrir að krakkarnir séu á götuhjólum ( Racer ) og verður boðið upp á að leigja hjól fyrir þá sem ekki eiga slík. En hafið í huga að HFR á takmarkað magn af hjólum og því gildir fyrstir koma fyrstir fá í þessu.

Boðið er upp á þrjá möguleika í hjólaleigu:

 1. Leigt hjól til að nota á æfingum – Hjólið er þá geymt hjá HFR á milli æfinga og getur mögulega verið notað af fleirum á öðrum æfingu.   Verð fyrir þessa leigu er 5.000 kr fyrir námskeiðið.
 2. Leiga yfir æfingatímann, 6 vikur. Gerður er leigusamningur við forráðamann og hjólið er í umsjón og á ábyrgð hans yfir leigutímann. Með þessum möguleika er hjólið tekið heim á milli æfinga og því hægt á að nota það utan æfinga. HFR sér um viðhald á hjólinu nema um skemmdir sé að ræða. Verð fyrir þessa leigu er 15.000 kr fyrir 6 vikna námskeið.
 3. Kaupleigusamningur – Gerður er leigusamningur við forráðamann til 12 mánaða þar sem hjólið er alfarið á ábyrgð hans og sér leigjandinn sjálfur um viðhald og rekstur hjólsins. Hjólið er eign leigjanda í lok tímabils. Verð fyrir þessa leigu er mismunandi eftir gerð og verði hjóls, en gæti legið á bilinu 8 – 10.000 kr á mánuði.

Hafið samband í netfangið gjaldkeri@hfr.is ef þið viljið nýta einhverja af þessum möguleikum

Nánari upplýsingar veita:

Upplýsingar um skráningu: gjaldkeri@hfr.is

Fjallahjól: Elsa Gunnarsdóttir ( 690 3108 / elsagunn@gmail.com )

Götuhjól: Sveinn Ottó Sigurðsson (698 3245 / sveinnotto@simnet.is)