Krakkanámskeið HFR og Hjólaleikfélagsins

Hjólreiðafélag Reykjavíkur (HFR) og Hjólaleikfélagið standa fyrir fjallahjólaæfingum fyrir börn 4-15 ára.

Tvö tímabil eru í boði, vortímabil sem hefst í lok maí og hausttímabil sem hefst um miðjan ágúst. Hvort tímabil er 6 vikur.

Hjólanámskeiðin eru fyrir þrjá aldursflokka:

 • 4 – 6 ára (fædd 2013 – 2015)
  • Almennt hjólanámskeið – ekki þörf á fjallahjólum eða aukabúnaði (nema hjálmi að sjálfsögðu)
  • Æfingar verða einu sinni í viku og kostar hvert 6 vikna námskeið 12.000 krónur.
 • 7 – 9 ára (fædd 2010 – 2012)
  • Fjallahjól og föt eftir veðri (sjá texta að neðan)
  • Æfingar verða tvisvar í viku og kostar hvert 6 vikna námskeið 24.000 krónur.
 • 10 – 12 ára (fædd 2006 – 2009)
  • Fjallahjól og föt eftir veðri (sjá texta að neðan)
  • Æfingar verða tvisvar í viku og kostar hvert 6 vikna námskeið 24.000 krónur.
 • Unglingar (fædd 2006 og fyrr) geta skráð sig í æfingahóp HFR (hfr.felog.is)
  • Æfa einnig fjallahjól á mánudögum og miðvikudögum í sumar (18:15 – 19:45)
  • Að auki götuhjóla- og þrekæfingar.

Á æfingunum er lögð áhersla á að kenna almenna hjólafærni og hjólatækni með áherslu á fjallahjól auk þess að byggja upp og viðhalda þoli og þreki.

Þátttakendur þurfa að hafa til umráða fjallahjól og hafa með sér vatn á brúsa og vera klædd í samræmi við veður hverju sinni. Athuga þarf að bremsur og gírabúnaður séu í góðu lagi. Einnig er gott að vera með auka slöngu ef það skyldi springa. Hjálmaskylda er á öllum æfingum HFR.

Aðalþjálfari hefur lokið PMBI level 1 og level 2 vottunum í fjallahjólaleiðsögn, auk þjálfaramenntunar ÍSÍ, 1. stigi, og hafa báðir þjálfarar áralanga reynslu af þjálfun, kennslu og tilsögn í fjallahjólreiðum. Auk þeirra verða ungmenni HFR þeim til stuðnings.

Skráning fer fram á hfr.felog.is.
V

4 til 6 ára krakkar:

 • mánudagar
  • 16:20 – 17:10
  • Hjólafærni
  • Bílastæði við skíðalyftu í Ártúnsbrekku, við Rafstöðvarveg

Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hafi náð tökum á því að taka af stað og stöðva sjálfir á hjólum með pedölum án hjálpardekkja.  Ef þessi færni er á mörkunum er foreldrum velkomið að aðstoða sitt barn á æfingunni.

Þjálfari verður Kári Halldórsson ásamt aðstoðarþjálfurum úr hópi ungmenna í HFR.

Skráning fer fram á hfr.felog.is.

7 til 9 ára krakkar:

 • mánudagar
  • 17:00 – 18:30
  • Tækniæfingar, sameiginlegar báðum aldurshópum
  • Bílastæði við skíðalyftu í Ártúnsbrekku, við Rafstöðvarveg
 • miðvikudagar
  • 16:00 – 17:15
  • Fjallahjólreiðar á stígum
  • Malarvegur við bílastæði Perlunnar í Öskjuhlíð
   • nema:
   • 28. ágúst: við húsnæði Morgunblaðsins í Hádegismóum
   • 18. september: á malarbílastæði við Vífilsstaðavatn

Æfingar hjá börnum munu koma til með að enda alltaf á sama stað og þær byrjuðu. 

Þjálfarar verða Kári Halldórsson, Arnaldur Gylfason og Eyþór Þorsteinsson hjá Hjólaleikfélaginu, ásamt aðstoðarþjálfurum úr hópi ungmenna í HFR.

Skráning fer fram á hfr.felog.is.

10 til 12 ára krakkar:

 • mánudagar
  • 17:00 – 18:30
  • Tækniæfingar, sameiginlegar báðum aldurshópum
  • Bílastæði við skíðalyftu í Ártúnsbrekku, við Rafstöðvarveg
 • miðvikudagar
  • 17:00 – 18:30
  • Fjallahjólreiðar á stígum
  • Malarvegur við bílastæði Perlunnar í Öskjuhlíð
   • nema:
   • 28. ágúst: við húsnæði Morgunblaðsins í Hádegismóum
   • 18. september: á malarbílastæði við Vífilsstaðavatn

Æfingar hjá börnum munu koma til með að enda alltaf á sama stað og þær byrjuðu. 

Þjálfarar verða Kári Halldórsson, Arnaldur Gylfason og Eyþór Þorsteinsson hjá Hjólaleikfélaginu, ásamt aðstoðarþjálfurum úr hópi ungmenna í HFR.

Skráning fer fram á hfr.felog.is.

Þátttakendur fá afsláttarskírteini HFR sem veitir afslátt í  hjólreiðaverslunum og fjölda annara hjólatengdra verslana.

 • Nánari upplýsingar veita:
  • gjaldkeri@hfr.is
  • Kári Halldórsson (864 6347 / kaha@ru.is)

Kennitala Hjólreiðafélags Reykjavíkur: 430194-2089
Reikningsnúmer: 130-26-412089  (Landsbankinn Hamraborg)