Fjallahjólanámskeið fyrir börn og unglinga haustið 2018

Hjólreiðafélag Reykjavíkur (HFR) mun í haust standa fyrir fjallahjólanámskeiðum fyrir börn og unglinga.

Haustnámskeiðin hefjast 13. ágúst, 2018

Hvert námskeiðstímabil er 8 vikur (6 vikur hjá 4-6 ára)

Hjólanámskeiðin eru fyrir fjóra aldursflokka:

 • 4 – 6 ára (fædd 2012 – 2014)
  • Almennt hjólanámskeið – ekki þörf á fjallahjólum eða aukabúnaði (nema hjálmi að sjálfsögðu)
  • Æfingar verða einu sinni í viku og kostar hvert 6 vikna námskeið 9.000 krónur.
 • 7 – 9 ára (fædd 2009 – 2011)
  • Fjallahjól og föt eftir veðri (sjá texta að neðan)
  • Æfingar verða tvisvar í viku og kostar hvert 8 vikna námskeið 27.000 krónur.
 • 10 – 12 ára (fædd 2006 – 2008)
  • Fjallahjól og föt eftir veðri (sjá texta að neðan)
  • Æfingar verða tvisvar í viku og kostar hvert 8 vikna námskeið 27.000 krónur.
 • 13 – 15 ára (fædd 2003 – 2005)
  • Fjallahjól og föt eftir veðri (sjá texta að neðan)
  • Æfingar verða þrisvar í viku og kostar hvert 8 vikna námskeið 32.000 krónur.

Á námskeiðunum er lögð áhersla á að byggja upp og viðhalda þoli og þreki, kenna almenna hjólafærni og hjólatækni með áherslu á fjallahjól. Á hverju námskeiði verður keppni innan hóps og/eða ferðalag í skemmtilega hjólaleið nálægt höfuðborgarsvæðinu.

Þátttakendur þurfa að hafa til umráða fjallahjól og hafa með sér vatn á brúsa og vera klædd í samræmi við veður hverju sinni. Athuga þarf að bremsur og gírabúnaður sé í góðu lagi og um að gera að vera með auka slöngu ef það skildi springa. Hjálmaskylda er á æfingum HFR.

Þjálfarar hafa báðir lokið þjálfaramenntun ÍSÍ, 1. stigi, og hafa áralanga reynslu af þjálfun, kennslu og tilsögn í fjallahjólreiðum.

Skráning fer fram á hfr.felog.is
Veittur er 10% systkinaafsláttur á hvert systkini eftir fyrsta.  Hafið samband við Helgu Maríu (sjá neðst).

4 til 6 ára krakkar:

 • mánudagar
  • 16:15 – 17:05
  • Hjólafærni
  • Bílastæði Kennaraháskólans við Háteigsveg

Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hafi náð tökum á því að taka af stað og stöðva sjálfir á hjólum með pedölum án hjálpardekkja.  Ef þessi færni er á mörkunum er foreldrum velkomið að aðstoða sitt barn á æfingunni.

Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 8 börn.

 • Æfingar verða eftirfarandi mánudaga:
  • 13. ágúst
  • 20. ágúst
  • 27. ágúst
  • 3. september
  • 10. september
  • BREYTING 17. september fellur niður
  • BREYTING 24. september bætist við
  • BREYTING 1. október bætist við

Þjálfari er Kári Halldórsson.

Skráning fer fram á hfr.felog.is 

7 til 9 ára krakkar:

 • mánudagar
  • 17:15 – 18:45
  • Tækniæfingar, sameiginlegar með öllum aldurshópum
  • Bílastæði Kennaraháskólans við Háteigsveg
 • miðvikudagar
  • 16:00 – 17:10
  • Fjallahjólreiðar á stígum
  • Aðstaða Siglingafélags Reykjavíkur í Nauthólsvík

Æfingar hjá börnum munu koma til með að enda alltaf á sama stað og þær byrjuðu. 

Þjálfarar verða Kári Halldórsson og Eyþór Þorsteinsson.

Skráning fer fram á hfr.felog.is 

10 til 12 ára krakkar:

 • mánudagar
  • 17:15 – 18:45
  • Tækniæfingar, sameiginlegar með öllum aldurshópum
  • Bílastæði Kennaraháskólans við Háteigsveg
 • miðvikudagar
  • 17:15 – 18:45
  • Fjallahjólreiðar á stígum
  • Aðstaða Siglingafélags Reykjavíkur í Nauthólsvík

Æfingar hjá börnum munu koma til með að enda alltaf á sama stað og þær byrjuðu. 

Þjálfarar verða Kári Halldórsson og Eyþór Þorsteinsson.

Skráning fer fram á hfr.felog.is 

13 til 15 ára unglingar:

 • mánudagar
  • 17:15 – 18:45
  • Tækniæfingar, sameiginlegar með öllum aldurshópum
  • Bílastæði Kennaraháskólans við Háteigsveg
 • þriðjudagar og fimmtudagar
  • 17:15 – 18:45
  • Fjallahjólreiðar á stígum
  • Dagskrá með staðsetningum send út fyrir hverja viku
   • Aðstaða Siglingafélags Reykjavíkur í Nauthólsvík fyrst um sinn

Æfingar hjá unglingum geta í einhverjum tilfellum endað annars staðar en þær hefjast og verður það tekið fram í dagskrá hverju sinni. 

Þjálfarar verða Kári Halldórsson og Eyþór Þorsteinsson.

Skráning fer fram á hfr.felog.is

 

Þátttakendur fá afsláttarskírteini HFR sem veitir afslátt í  hjólreiðaverslunum og fjölda annara hjólatengdra verslana.

 

Kennitala Hjólreiðafélags Reykjavíkur: 430194-2089
Reikningsnúmer: 130-26-412089  (Landsbankinn Hamraborg)