Hjólreiðanámskeið fyrir börn og unglinga sumarið 2017

Hjólreiðafélag Reykjavíkur (HFR) mun í sumar standa fyrir fjallahjólanámskeiðum og götuhjólanámskeiðum.

Fyrra námskeiðið hefst 15. maí og stendur í 5 vikur.

Seinna námskeiðið hefst 19. júní og stendur í 6 vikur.

Fjallahjólanámskeiðin eru fyrir börn 8 – 11 ára og unglinga 12 – 15 ára. munu leggja áherslu á að byggja upp og viðhalda þoli og þreki, kenna almenna hjólafærni og hjólatækni með áherslu á fjallahjól. Hvert námskeið endar með innanfélags-keppni og uppskeruhátíð. 🙂

Götuhjólanámskeiðin er fyrir 12 – 15 ára unglinga og munu leggja á herslu á úthald og hjólatækni með áherslu á götuhjól. Hvert námskeið endar með innanfélags-keppni og uppskeruhátíð. 🙂

Fjallahjólanámskeið fyrir 8 til 11 ára krakka

Tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum kl. 17 til 18 og mun hópurinn hittast við Nauthólsvík. Æfingar hjá börnum munu koma til með að enda alltaf á sama stað og þær byrjuðu. Það verður sérstaklega auglýst á facebook ef við hittumst annarstaðar.

Fyrra námskeiðið hefst 15. maí og stendur í 5 vikur til 15. júní kostar kr. 17.000.

Seinna námskeiðið hefst 19. júní og stendur í 6 vikur til 27. júlí kostar 20.000.

Þjálfarar verða Kári Halldórsson og Eyþór Þorsteinsson.

Skráning fer fram á hfr.felog.is

Fjallahjólanámskeið fyrir unglinga 12 til 15 ára

Þrisvar í viku  á mánudögum 18:00 til 19:15,  þriðjudögum  kl. 17:00 til 18:30 og fimmtudögum 18:00 til 19:15 og mun hópurinn hittast við Nauthólvík. Æfingarnar fara fram að mestu leiti  í Öskjuhlíðinni. Æfingarnar munu enda í nágrenni við Fossvoginn, í Öskjuhlíðinni eða Elliðaárdal. Það verður sérstaklega auglýst á facebook ef við hittumst annarstaðar.  

Fyrra námskeiðið hefst 15.maí og stendur í 5 vikur til 15. júní kostar kr. 26.000.   

Seinna námskeiðið hefst 19. júní og stendur í 6 vikur til 27. júlí kostar kr. 30.000.

Þjálfarar verða Kári Halldórsson og Eyþór Þorsteinsson.

Skráning fer fram á hfr.felog.is

Þátttakendur þurfa að hafa til umráða fjallahjól  og hafa með sér vatn á brúsa og vera klædd í samræmi við veður hverju sinni. Athuga þarf að bremsur og gírabúnaður sé í góðu lagi og um að gera að vera með auka slöngu ef það skildi springa. Hjálmaskylda er á æfingum HFR.

Götuhjólanámskeið

Miðvikudaga og föstudaga kl. 18:15 til 20:15. Stundum á laugardögum en þá auglýst sérstaklega. Hópurinn mun hittast við NauthólHjólað verður um Reykjavík og nágrannasveitarfélög.

12 til 16 ára unglingar æft er 4  klst. í viku.

5 vikna námskeið verð kr. 26.000. 17. maí til 16. júní 2017 2x í viku 2. tíma í senn. 

6 vikna námskeið verð kr. 30.000. 21. júní til 29. júlí 2017 2x í viku. 2 tíma í senn.

Þjálfarar verða Sveinn Ottó Sigurðsson, Árni Már Jónsson.

Skráning fer fram á felog.hfr.is

Þátttakendur þurfa að hafa til umráða götuhjól og hafa með sér vatn á brúsa og vera klædd í samræmi við veður hverju sinni. Athuga þarf að bremsur og gírabúnaður sé í góðu lagi og um að gera að vera með auka slöngu ef það skildi springa. Hjálmaskylda er á æfingum HFR.

 

Þátttakendur fá afsláttarskírteini HFR sem veitir afslátt í  hjólreiðaverslunum og fjölda annara hjólatengdra verslana.

Nánari upplýsingar veita;

Helga María Arnarsdóttir gjaldkeri HFR (852 6252 /  helgagjaldkerihfr@gmail.com).

Kári Halldórsson (864 6347 / kaha@ru.is.

Þorsteinn Helgason (8692454 / thorsteinnhelga@gmail.com). 

Eyþór Þorsteinsson  (hjolaeytor@hotmail.com).

Sveinn Ottó Sigurðsson  (sveinnotto@simnet.is).

Árni Már Jónsson (arni@dohop.com).

 

Kennitala Hjólreiðafélags Reykjavíkur: 430194-2089
Reikningsnúmer: 130-26-412089  (Landsbankinn Hamraborg)