HFR  Æfingar & mót  Heiðmerkuráskorun  Blue Lagoon challenge
Fréttir | Um félagið | Stjórnin | Reglur | Skráning í HFR | Úrslit

 :: Fréttir
Tour of Reykjavík 2016 27.ágúst 2016  |  Albert Jakobsson

 

 

 
Tour of Reykjavík býður upp á fjölbreyttar hjólaleiðir fyrir alla þá sem áhuga hafa á hjólreiðum en keppnin sjálf er haldin í Laugardalnum og ýmist hjólað alla leið á Þingvelli eða styttri hringi Í Laugardal og miðborginni. Mikið verður lagt upp úr að mæta væntingum yngsta hjólreiðafólksins þar sem boðið verður upp á stuttan hring í Laugardalnum ásamt þrautabraut.


Markmið viðburðarins er tvíþætt, annars vegar að almenningur taki virkari þátt í hjólreiðaviðburðum og ekki síður efla hjólreiðar á afreksstigi hér innanlands. Vonir standa til að erlend þátttaka aukist ár frá ári sem vonandi mun hvetja innlent hjólreiðafólk til dáða.

Viðburðurinn er haldinn annan sunnudag í september og rás- og endamark er fyrir framan Laugardalshöllina en þar safnast þátttakendur saman fyrir ræsingu. Við Laugardalshöllina verður hægt að skrá sig á staðnum, nýta sér sérfræðiþjónustu starfsmanna helstu hjólaumboða og ef til vill versla það allra nauðsynlegasta.  Afhending skráningagagna fer fram laugardaginn 10. september. Verðlaunaafhending fer svo fram í anddyri Laugardalshallarinnar en þess ber að geta að einungis eru veitt verðlaun í 110km og 40km. Andvirði þátttökuverðlaunapenings mun renna til styrktar Hjólakrafti sem láta sér þá varða sem ekki hafa fundið sig í öðru frístundastarfi.

Keppninni er stýrt frá Laugardalnum, og mun mótstjórn vera með aðsetur í Laugardal. Brotið verður blað í lokunum, þar sem að öryggisbílar, lögregla, dómarabílar og aðrir þjónustubílar munu fylgja hjólreiðafólki í lengstu vegalengdunum.

Einkunnarorð Tour of Reykjavík eru “Hjól við allra hæfi ”.

Smella hér til að skrá sig.

Albert Jakobsson hættir sem formaður HFR 18.ágúst 2016  |  Bjarni Már Gylfason

Albert Jakobsson á draumastaðnum í Utha

Albert Jakobsson, formaður HFR, hefur óskað eftir því við stjórn félagsins að láta af störfum sem formaður félagsins. Albert hefur verið í formaður félagsins í 20 ár, með nokkrum hléum. Ljóst er að mikill missir verður af honum, en Albert hefur unnið óeigingjarnt og vandað starf í þágu hjólreiða á Íslandi á vegum HFR, ÍBR og ÍSÍ um árabil.

Boðað verður til aukaaðalfundar fljótlega þar sem ný stjórn og formaður verða kjörin. Þetta er nauðsynlegt að mati stjórnar HFR enda ljóst að brotthvarf Alberts úr stjórninni mun hafa umtalsverð áhrif. En Albert er síður en svo hættur í HFR þó svo að hann hætti sem formaður. Við munum áfram njóta krafta Alberts í afmörkuðum verkefnum á vegum HFR eins og áður.

Stjórnin mun fram að aukaaðalfundi skipta með sér verkum formans. Nokkur spennandi mót eru framundan auk þess sem mikið uppbyggingarstarf er framundan hjá félaginu. Í því samhengi er óhætt að tala um byltingu því mjög fljótlega verður kynnt glæný aðstaða fyrir félagið. Þar er um að ræða vel staðsetta félags- og æfingaaðstöðu, sem býður bæði upp á innihjólreiðar, lyftingar ofl., sem mun gjörbreyta aðstæðum þeirra sem æfa með HFR.

Við þökkum Alberti fyrir frábært samstarf á liðnum árum, kveðjum hann sem formann með söknuði, en hlökkum jafnfram til að njóta reynslu hans og dugnaðar í brýnum verkefnum.

 

Stjórn HFR
Seinna sumarnámskeið HFR hefst 15 ágúst 14.ágúst 2016  |  Helga María


Hjólreiðanámskeið fyrir unglinga sumarið 2016

Námskeiðin hefjast 15.ágúst fyrir yngri og eldri ungmenniHjólreiðafélag Reykjavíkur (HFR) mun í sumar standa fyrir hjólreiðaþjálfun fyrir börn 8-11 ára og unglinga 12-15 ára aldri 
Námskeiðin munu leggja áherslu á að byggja upp og viðhalda þoli og þreki, kenna almenna hjólafærni og hjólatækni með áherslu á fjallahjól.

Námskeið fyrir 8-11 ára krakka eru tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum kl 17:15-18:15 og mun hópurinn hittast í Nauthólsvík.(fjallahjól)

Námskeið fyrir unglinga 12-15 ára eru 4x  í viku á mánudögum og  fimmtudögum frá 18:15-19:30 og á þriðjudögum kl. 17:00-18:30 (fjallahjól) og svo miðvikudögum (Götuhjól) kl 18:20-19:20

Fjallahjólaæfingar: Hópurinn mun hittast við Nauthól á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum, en við Kópavogskirkju á bílaplani á þriðjudögum, þar sem æfingarnar fara fram í Elliðaárdalnum eða annarsstaðar. Æfingar hjá yngri munu koma til með að enda alltaf á sama stað og  þær byrjuðu nema að annað sé tekið fram. Hins vegar munu eldri koma til með að enda í nágrenni við Fossvoginn, í Öskjuhlíðinni eða við Kópavogskirkju. Göruhjólaæfingar fyrir 12-15 ára verða á miðvikudögum kl. 18:20 og hittst við Nauthól

 


Þátttakendur þurfa að hafa til umráða fjallahjól, og götuhjól þar sem það á við og hafa með sér vatn á brúsa og vera klædd í samræmi við veður hverju sinni. Athuga þarf að bremsur og gírabúnaður sé í góðu lagi og um að gera að vera með auka slöngu ef það skildi springa.

Hjálmaskylda er á æfingar HFR

Námskeiðin hefjast 15.ágúst og stendur í 6 vikur. Þjálfari verður Þorsteinn Helgason sem hefur aðstoðað Eyþór síðustu 5 árin. Hlynur bróðir Eyþórs verður Þorsteini til aðstoðar ásamt hinum eldhressu systrum Gunnhildi og Þórdísi Georgsdætrum sem eru hörku fjallahjóla stelpur í HFR. Þjálfari götuhjólaæfingar sem er á miðvikudögum er Sveinn Ottó Sigurðsson. 

Verð er kr. 22.000 fyrir eldri hóp og 15.000 fyrir yngri hóp. Skráning hér:  http://events.competiz.com/

Þátttakendur fá afsláttarskírteini HFR sem veitir afslátt í  hjólreiðaverslunum og fjölda annara hjólatengdra verslana.

Nánari upplýsingar Fjallahjól veita Þorsteinn Helgason (869 2454/ thorsteinnhelga@gmail.com )       Götuhjól   Sveinn Ottó Sigurðsson (698 3245) sveinnotto@simnet.is                                               Helga María Arnarsdóttir gjaldkeri HFR (852 6252/ helgagjaldkerihfr@gmail.com  ).

Helga  María gjaldkeri HFR S: 852 6252
E-mail:
helgagjaldkerihfr@gmail.com 
Þjálfai
Þorsteinn Helgason 869 2454  
E-mail: thorsteinnhelga@g
mail.com                                                                                Sveinn Ottó Sigurðsson 698 3245 e-mail sveinnotto@simnet.is


Kennitala Hjólreiðafélags Reykjavíkur: 430194-2089
Reikningsnúmer: 130-26-412089 (Landsbankinn Hamraborg
HFR félagsmenn sigursælir um helgina 14.ágúst 2016  |  Helga María

HFR félagsmenn röðuðu sér á pall í Uppsveitarhringnum og Tour De Ormurinn

 Konurnar okkar í HFR tóku öll sætin í Uppsveitarhringnum.

1.sæti Hrefna Bjarnadóttir. 2.sæti Ása Guðný Ásgeirsdóttir 3. sæti Anna Kristín Pétursdóttir

Guðmundur Sveinsson tók 2.sæti í karlaflokki.

 

Á Egilstöðum var svo Tour De Ormurinn.

Guðrún Sigurðardóttir HFR gerði sér lítið fyrir og sigraði 3 árið í röð.

í Karlaflokki sigraði Ervar Örn Reynisson og 2.sæti tók Reynir Magnússon 

Til hamingju öll sömul og til hamingju HFR 
Eldri fréttir >>


© hfr 2012 [ hafðu samband ]