HFR  Æfingar & mót  Heiðmerkuráskorun  Blue Lagoon challenge
Fréttir | Um félagið | Stjórnin | Reglur | Skráning í HFR | Úrslit

 :: Fréttir
Blue Lagoon Challenge 2017 24.okt 2016  |  Albert Jakobsson

Ert þú klár fyrir Blue Lagoon Challenge 2017? Skráning hefst 24.október áwww.bluelagoonchallenge.is

 Kynningarfundur HFR 18. október í HR kl 20-21 15.okt 2016  |  Helga María

Kynning á starfi HFR tímabilið 2016-2017 fer fram þriðjudaginn 18. október kl. 20-21 í stofu V102 í Háskólanum í Reykjavík.

Umtalsverðar breytingar eru að verða starfsemi félagsins sem spennandi verður að kynna fyrir

ykkur.https://www.facebook.com/events/352627458410605/

 
Uppskeruhátíð seinni sumaræfingarhóps HFR 5.okt 2016  |  Helga María

Jaðarinn-Bertahringur.
Snildardegi lokið þar sem hópur HFR krakka frá sumarnámskeiði HFR á aldrinum 8-15 ára létu ekki hávaðarok og bleytu trufla sig í hjólagleðinni og hjóluðu Jaðarinn eða Bertahring ásamt eldri unglingum HFR og fjöldann allan af foreldrum sem hjóluðu með eða aðstoðuðu við grillpartýið sem slegið var upp í lok hjólatúrsins í Heiðmörk við sumarhús Norska félagsins. 
Allir á sumarnámskeiðinu fengu svo viðurkenningu fyrir dugnaðinn og voru leyst út með gjöfum frá Erninum, Quiznos, Skemmtigarðurinn Grafarvogi og MS-kókómjólk. Sem sagt afturljós á hjólið til að vera sýnileg í skammdeginu, bjöllu til að gera vart við sig þegar tekið er framúr, út að borða á Quiznos og Kókómjólk til að fá orku og svo kemur hópurinn til með að fara í minigolf í Skemmtigarðinn fljótlega. 
Bestu þakkir til allra sem réttu okkur í HFR hjálparhönd og gerðu okkur kleift að gera þennan dag að veruleika. Þið eruð öll yndisleg. Þau sem verða ekki að æfa í vetur, hittumst hress á næsta sumarnámskeiði HFRLee McCormack á lei til Íslands í samstarf við HFR 14.sept 2016  |  Helga María

Lee McCormack

Einstakt tækifæri fyrir hjólreiðáhugafólk á Íslandi! 
Lee McCormack einn reynslumesti og þekktasti fjallahjóla-leiðbeinandi heims mun halda námskeið í samstarfi við HFR fyrir byrjendur sem lengra komna helgina 23-25.september. Lee McCormack hefur m.a. þjálfað landslið USA í BMX hjólreiðum, unnið með og þjálfað Brian Lopez einn þekktasta fjallahjólara heims og skrifað fjöldann allan af bókum um fjallahjólakennslu.
Um er að ræða námskeið í hálfan dag þar sem lögð er áhersla á að auka færni og tækni allra þeirra sem á námskeiðið koma, hvort sem það eru byrjendur eða lengra komnir á öllum tegundum fjallahjóla. Kennslan er hugsuð fyrir Hardtail, XC, AM-trail, Enduro og jafnvel DH hjól. 
Farið verður yfir undirstöðuatriði í hjólafærni og tækni og unnið á getustigi sem hentar viðkomandi hóp.
Best kennslugæði fást með því að skrá sig í réttan hóp sem hentar getustigi. 

Námskeið verða haldin föstudag, laugardag og sunnudag 23-25.september frá kl.10 - 18 í tveimur hálfsdags námskeiðum pr. dag. Kennt verður í Öskjuhlíð og á nærliggjandi svæðum. 
23.sept Föstudagur kl.10 - 14: miðlungs vanir
23.sept Föstudagur kl.14 - 18: krakkar
24.sept Laugardagur kl.10 - 14: konuhópur
24.sept Laugardagur kl.14 - 18: vanir AM hjólarar
25.sept Sunnudagur kl.10 - 14: miðlungs + vanir.                                                                                            
25.sept Sunnudagur kl.14 - 18: unglingar+ miðlungs vanir

Gjald fyrir hálfsdags námskeið er 19.500 kr
Helga María gjaldkeri HFR skráir á exelskjal um leið og greiðsla hefur borist. Banki: 130-26-412089  kt.430194-2089 senda henni afrit af greiðslu og í hvaða holli þú vilt vera. helgagjaldkerihfr@gmail.com

 https://www.facebook.com/events/755577791252045/

leelikesbikes.com 
Eldri fréttir >>


© hfr 2012 [ hafðu samband ]