HFR  Æfingar & mót  Heiðmerkuráskorun  Blue Lagoon challenge
Fréttir | Um félagið | Stjórnin | Reglur | Skráning í HFR | Úrslit

 :: Fréttir
UPPSKERUHÁTÍÐ HFR 2016 2.des 2016  |  Helga María

Hjólreiða karl og kona HFR 2016 Hafsteinn Ægir og Kristín Edda

Uppskeruhátíð Hjólreiðafélags Reykjavíkur var haldið laugardaginn 26. Nóvember þar sem hátt í 60 manns mættu í hádegisverðarhlaðborð og nutu þess að vera saman og gera upp árið 2016. 

Veittar voru viðurkenningar í yngri hóp barna og unglinga fyrir bestu tæknina, bestu framfarir, bestu mætingar og ástundun ásamt prúðmannlegri og íþróttalegri framkomu á æfingum. Að þessu sinni voru valin: Anna Valgerður, Bergdís Eva, Breki Blær, Davíð, Helga Lísa, Íris Arna, Ísabella, Jóhann, Matthías, Stefán og Steinar 

Í eldri hóp unglinga voru veitt verðlaun fyrir ástundun og framfrarir ásamt bestu bætingu á árinu: Þau sem hlutu viðurkenningu voru: Guðni Freyr, Kristinn og Kristín Edda. 

Veitt voru verðlaun fyrir hið árlega Donuts innanfélagsmót HFR og vorun hin margeftirsóttu Donuts verðlaun veitt ásamt sigurvegarar í áti flestra Donuts hringja og frumlegasta búninginn í keppninni. DONUTS sigurvegarar voru. Kristín Edda og Fannar. átmeistari var Sólon Nói og frumlegasta búning skartaði Bjarni Már sem klæddist sundbol af gamalli frænku. Í barna og unglingaflokki sigraði Bergdís Eva og bræðurnir Kristján Uni og Eyþór Óli

Að lokum var svo ljostrað upp hverjir urðu fyrir valinu Hjólreiða karl og kona HFR 2016  Kristín Edda Sveinsdóttir og Hafsteinn Ægir Geirsson hlutu titlana að þessu sinni og eru vel að þeim komin.

Til hamingju allir HFR ingar fyrir frábært ár og marga sigra.

Árið 2017 verður mikið spennandi og kemur örugglega með óvænta strauma  

 







Fara á heimsmeistaramót í Cyclocross í Belgíu 15.nóv 2016  |  Bjarni Már Gylfason

Heimsmeistarinn 2015 Van der Poel glímir við sandinn í Zilvermeercross

Í byrjun desember fer fram UCI heimsmeistaramót í eldri flokkum í cyclocross. Tveir íslendingar verða meðal keppenda, þeir Guðmundur B. Friðriksson og Bjarni Már Gylfason báðir í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Guðmundur varð á dögunum Íslandsmeistari í flokki 40 ára og eldri og Bjarni Már hefur keppt af ákafa undanfarin ár með þokkalegum árangri. Munu þeir keppa í flokki 40-44 ára en keppt er í fjölmörgum flokkum karla og kvenna á þeim tveimur dögum sem mótið stendur. Guðmundur er fyrirliði íslenska liðsins en Bjarni liðstjóri og aðalfararstjóri.

Keppt er í frægri braut í Mol í Belgíu þar sem kallast ZilvermeerCross. Þar hafa verið haldin sterk mót áður og dagana eftir UCI Masters World Championship verður haldið þar UCI bikarmót þar sem búist er við að flestir þeir bestu í heiminum mæti til leiks. Þarna gefst þeim Guðmundi og Bjarna frábært tækifæri til að keppa í fullburða cyclocrossbraut í hjarta Cyclocross-heimsins í Belgíu. Eitt af einkennum brautarinnar er mikill sandur, bæði þjappaður en líka laus sem kallar á umtalsverð hlaup í brautinni. Brautin liggur í skemmtigarði og er sandurinn notaður sem baðströnd á sumrin.

Vagga Cyclocross í heiminum er í Belgíu og nýtur íþróttin þar mikilla vinsælda. Jafnan er mjög lífleg stemning í kringum slík mót þar sem bjór og vöfflur eru í lykilhlutverki. Þess má geta að einn sigursælasti Cyclocrossari heims um langt skeið, belgíumaðurinn Sven Nys, er í sama aldursflokki og þeir Guðmundur og Bjarni. Þrátt fyrir að hafa sóst eftir því að vera með í keppninni er hann ekki gjaldgengur þar sem hann keppti framan af ári í Elite-flokki atvinnumanna. Telja má víst fjarvera Sven Nys auki umtalsvert sigurlíkur þeirra Guðmundar og Bjarna en þeir reikna þó með ýmsir aðrir sterkir keppendur mæti til leiks og það verði á brattann að sækja.

Eftir að Hjólreiðasambandið varð hluti af alþjóða hjólreiðasambandinu UCI í fyrra hafa ýmsar dyr opnast fyrir íslenska hjólreiðamenn sem vonandi mun verða frekari lyftistöng fyrir íþróttina.

Að því er best er vitað er þetta fyrsta skipti sem Íslendingar taka þátt í heimsmeistaramóti í hjólreiðum á vegum UCI en Ingvar Ómarsson og Gústaf Darrason hafa hins vegar tekið þátt í Evrópumóti í Cyclocross. Ingvar  hugði á þátttöku í heimsmeistaramótinu sem var haldið fyrr á árinu en gat ekki verið með vegna meiðsla. Þess verður vonandi ekki langt að líða að okkar allra bestu cyclocrossarar verði í eldlínunni en að þessu sinni eru það hinir fersku ungliðar Mummi og Bjarni sem ríða á vaðið.

Hægt er að fylgjast með undirbúningi og fréttum af þeim félögum á facebook-síðu þeirra:

http://www.facebook.com/Icecrossmasters/

Endilega setjið Like á síðuna og fylgist með þessu ævintýri.




Íslandsmót í Cyclocross 2016 6.nóv 2016  |  Bjarni Már Gylfason

Guðmundur B. Friðriksson varð Íslandsmeistara í flokki 40 ára og eldri

Keppnistímabili hjólreiðamanna á Íslandi lauk í gær þegar keppt var í Íslandsmóti Í Cyclocross. HFR hélt keppnina í samstarfi við Tind og fór keppnin fram í við frábærar aðstæður í skemtilegri og krefjandi braut í Laugardal.

Ingvar Ómarsson og Ágústa Edda Björnsdóttir bæði úr Tind urðu Íslandsmeistarar en Gústaf Darrason og Kristín Edda Sveinsdóttir urðu Íslandsmeistarar í unglingaflokki. Bæði urðu þau Gústaf og Kristín í öðru sæti í heildina.

Einnig var keppt í flokki yngri iðkenda og stóðu krakkarnir sig afar vel krefjandi og blautri brautinni.

Öll úrslit í keppninni má finna á hjolamot.is

 

Hér má sjá skemtilegt myndband úr keppninni frá Arnóri Barkarsyni 

 https://www.youtube.com/watch?v=JkxmlsTk-9E

 




Blue Lagoon Challenge 2017 24.okt 2016  |  Albert Jakobsson

Ert þú klár fyrir Blue Lagoon Challenge 2017? Skráning hefst 24.október áwww.bluelagoonchallenge.is

 




Eldri fréttir >>


© hfr 2012 [ hafðu samband ]