Krakkaþraut verður í Heiðmörk fyrir 3–16 ára stelpur og stráka
Hjólaður er sérstakur krakkahringur sem er 2,7km.
Allir krakkar 3-12 ára fá verðlaunapening.
13-14 ára hjóla unglingahring sem er 13,25 km. og 15-16 ára hjóla 26,5 km.
13-14 ára og 15-16 ára keppa um fyrstu 3 sætin í flokki stúlkna og drengja.
Keppnisgjald er 2.500.- kr. á barn í netskráningu.
Keppendur geta nálgast skráningargögn á keppnisdegi frá kl 16:00 í húsi Skógræktarfélagsins við Elliðavatn.
Mæting er við hús Skógræktarfélagsins við Elliðavatn.
Að lokinni keppni eru svo pylsur og gos, hoppukastali, andlitsmálning og fleira skemmtilegt.
Hlökkum til að sjá ykkur!