Fyrsta fjallahjólamót ársins – Morgunblaðshringurinn

Fyrsta bikarmótið í fjallahjólreiðum 2016 fer fram 28. apríl við Rauðavatn. Mótið er haldið af HFR í samvinnu við Morgunblaðið. Keppnin hefst kl. 18:00. Í lok keppni verður boðið upp á ljúfar veitingar og stemningu í Morgunblaðshúsinu.

Keppt verður í nýrri braut – Morgunblaðshringnum sem fyrst var keppt í 2015. Brautin er um 7 km að lengd en gerðar hafa verið nokkrar smávægilegar breytingar verða á brautinni frá því fyrra sem gerir brautina enn skemmtilegri en áður. Ennfremur keppnin lengd um einn hring. Svæðið í kringum Rauðavatn er afar fallegt og keppnin er áhorfendavæn.

Karlar hjóla 4 hringi. Konur hjóla 3 hringi og b-hópar og unglingar hjóla 2 hringi.

Næsta brautarskoðun verð mánudaginn 25. apríl kl 19:00

Brautina má sjá hér:

https://www.strava.com/segments/11847386?filter=overall

Skráning á hjolamot.is

Recent Posts

Leave a Comment