FÉLAGSAÐILD HFR 11.000 KRÓNUR ÁRIÐ

Félagsaðildin felur í sér;

 • Útiæfingar HFR fyrir götuhól, CX, XC og kvenna fjallahjólaæfingin á fimmtudögum.
 • Æfingarnar eru markvissar æfingar í góðum hópi fólks þar sem farið er yfir tækni og byggt upp þol undir stjórn og ráðleggingum þjálfara.
 • Útiæfingum fækkar yfir vetrarmánuðina vegna veðurs og færðar.
 • Afsláttur af keppnisgjöldum í bikarmót og íslandsmót á vegum félagsins.
 • Aðgang að lokuðum FB síðum HFR
 • Aðgangur að ferðum HFR
 • æfingaferð HFR til Mallorca um páskana
 • fjallahjólaferð HFR um Verslunarmannahelgina
 • hópferð HFR í Vätternrundan 2019

AM ÆFINGAAÐILD 28.000 KRÓNUR ÁRIÐ

Við höfum fundið fyrir auknum áhuga og þrýstingi hjá fjallahjólurum að gera meira og betur og því settum við upp AM æfinga aðild. Það er gaman að hjóla niður og enn skemmtilegra að hjóla niður ef maður er í góðu formi! Þetta er prógramm sem kemur okkur á næsta level og brekkurnar upp verða líka auðveldari og skemmtilegri. Til að styðja enn betur við AM hópinn þá var fjárfest í Riprow æfingatækjum sem verða hluti af styrktarþjálfuninni.

Am æfingaaðildin felur í sér;

 • AM æfingar á sunnudögum
 • Kvenna AM æfing á fimmtudögum
 • XC æfing á þriðjudögum
 • 2 lyftinga- og RipRow æfingar á viku með þjálfara
 • 2 trainar morgun æfingar á viku í Veggsport
 • Jóga æfing annan hvorn föstudag í vetur
 • Aðgangur að lokuðum FB síðum HFR
 • Afsláttur af keppnisgjöldum í mót sem haldin eru af HFR
 • Aðgangur að ferðum HFR
 • æfingaferð HFR til Mallorca um páskana
 • æfingaferð AM deildarinnar í maí
 • Fjallahjólaferð HFR um Verslunarmannahelgina
 • Hópferð HFR í Vätternrundan 2019

Þjálfarar: Albert Jakobsson, Bjarki Bjarnason Davíð Þór Sigurðsson, Elsa Gunnarsdóttir, Georg Viljhjálmsson, Gunnar Örn Svavarsson, Hlynur Þorsteinsson, Sólveig Auðar Hauksdóttir og Sædís Ólafsdóttir.

AM fjallahjólaaðild í HFR kostar 28.000 krónur árið.

(AM=All mountain=fjallahjólahópur)

 

AM æfingar – alla sunnudaga kl 11:00-13:00 og kvenna AM æfingar alla fimmtudaga kl 18:00-19:30

 • Áhersla á tækni og færni en einnig þol
 • Flestar æfingar í Öskjuhlíð, mæting við Mjölnisplan
 • Einnig æft á öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu: Vífilstaðhlíð, Úlfarsfelli o.fl – auglýst sérstaklega
 • Lengri æfingar/ferðir eftir veðri: Helgafell, Búrfellsgjá, Jaðar, Mosó-fjöll o.fl – auglýst sérstaklega
 • Hrikalega gaman alltaf og miklar framfarir

XC æfingar – alla þriðjudaga kl.17:30-19:30

 • Áhersla á þol, hraða og tækni
 • Mjög góðar æfingar fyrir alla, DH, Enduro, XC, CX eða götuhjól
 • Æft á hardtail hjólum um stíga og slóða
 • Frábær hjólafærnis æfing til stuðnings við götuhjól
 • Frábær þolæfing til stuðnings við AM hjólreiðar

Lyftingar, styrkur og þol

 • Frábær viðbót og nauðsynleg fyrir alla hjólara
 • Einar Daði þjálfari, aðstoð frá þjálfurum AM hóps fyrir sérhæfðari AM æfingar
 • Rip row tækið og æfingar – bylting fyrir fjallahjólara
 • Trainer æfing á nýjustu IC8 wattahjólunum, mjög góð viðbót fyrir þolið

RipRow æfingatækið

 • Hannað af Lee McCormac frá Boulder í Colorado.
 • Æfingatæki sem miðar að því að styrkja fjallahjólara, koma þeim í réttari stöðu og búa til betra vöðvaminni í líkamann fyrir fjallahjólið.

The first and only serious training tool for MTB/BMX/MX.

RipRow™ is the extreme bastard child of a rowing machine,

a bench press, a squat rack, a balance board and a dead lift.

Hannað af Lee McCormac frá Boulder í Colorado.

Æfingatæki sem miðar að því að styrkja fjallahjólara,

koma þeim í réttari stöðu og búa til vöðvaminni í líkamann fyrir fjallahjólið.

ÆFINGAAÐILD, FULLORÐNIR OG U23 50.000 KRÓNUR ÁRIÐ

HFR er með mjög metnaðarfulla æfingatöflu sem fyrr. Þessi æfingatafla gildir þar til við færum æfingarnar inn sem verður ca um miðjan október, en á setjum við inn nýja töflu. Við erum úti eins lengi og veður leyfir. Smá breyting mun verða á töflunni við það.

Tvær tímasetningar verða í boði á inniæfingunum á virkum dögum, morguntímar eða seinniparts tímar. Tímarnir inni fara fram á nýjustu IC8 wattahjólunum en HFR á 20 slík hjól sem staðsett eru í Veggsport. Um helgar verður reynt að vera eins lengi og hægt er á cyclocross  hjólum úti þar sem nú er keppnistímabilið fyrir cx að hefjast. Á sunnudögum verða æfingarnar inni nema ef veður er einstaklega gott, þá förum við út og verður það tilkynnt á FB síðu æfingahópsins. Þeir sem ekki eiga hjól til að hjóla á úti yfir veturinn geta alltaf nýtt sér tímana inni um helgar og tekið æfinguna sína þar, þrátt fyrir að hópurinn fari út að æfa þar sem salurinn og hjólin eru okkar á ákveðnum tímum.

Jógaæfingar byrja aftur í október og verða annan hvorn föstudag í vetur. Fátt betra en að fara slakur inn í helgina og taka góðar teygjur.

Þjálfarar götuhjól: Ármann Gylfason fer fyrir hópnum en með honum eru Ása Guðný Ásgeirsdóttir, Bjarni Már Gylfason (CX) og Bjarki Bjarnason (XC).

Þjálfarar á fjallahjólaæfingunum: Albert Jakobsson, Bjarki Bjarnason Davíð Þór Sigurðsson, Elsa Gunnarsdóttir, Georg Viljhjálmsson, Gunnar Örn Svavarsson, Hlynur Þorsteinsson, Sólveig Auðar Hauksdóttir og Sædís Ólafsdóttir.

Styrktar- og liðleikajálfari: Einar Daði Lárusson.

Jógakennari: Stefanía Björk Jónsdóttir

 

Æfingaaðildin felur í sér;

 • Félags- og AM aðildir
  Æfingaáætlun allt árið í gegnum Training Peaks forritið
 • 4 úti götuhjólaæfingar á viku, vor/sumar/haust
 • 6 inniæfingar í viku yfir veturinn á fullkomnum Life Fitness IC8 powerhjólum
 • Hægt er að velja um tvær tímasetningar til að taka inniæfingarnar á virkum dögum, morgunæfingar eða seinnipartsæfingar
 • AM æfingar á sunnudögum
 • Kvenna AM æfingar á fimmtudögum
 • 2 styrktar- og liðleikaæfingar á viku undir leiðsögn þjálfara
 • Jóga æfing annan hvorn föstudag í vetur (byrja í október)
 • Árs aðgangur að líkamsræktaraðstöðu félagsins í Veggsport
 • FTP test 1x í mánuði
 • Aðgangur að lokuðum FB síðum HFR
 • Afsláttur af keppnisgjöldum í mót sem haldin eru af HFR
 • Aðgangur að ferðum HFR
 • æfingaferð HFR til Mallorca um páskana
 • æfingaferð AM deildarinnar í maí
 • Fjallahjólaferð HFR um Verslunarmannahelgina
 • Hópferð HFR í Vätternrundan 2019

Æfingaaðildin í HFR kostar 50.000 krónur árið.

Aðgangur að Training peaks (TP) er frír nema ef fólk vill Premium aðgang, þá er ársgjaldið um 12.000 krónur. Ekki er nauðsynlegt að vera með premium aðgang til að hafa aðgang að æfingunum. Hver og einn fær sína æfingu í gegnum TP sniðið að þeirra getu. TP er svipað og Strava nema með betri útfærslum og hægt er að tengja sig þjálfara og fá æfingar frá honum í gegnum TP.

Inniæfingarnar fara fram á IC8 wattahjólum. Hægt er að tengja hjólin við Garmin tækið sitt og les tækið hjólið. Æfingunni er svo hægt að hlaða inn í TP á mjög einfaldan hátt og þannig heldur TP utanum allar æfingarnar. Það þarf bara að samstilla forritin saman einu sinni og eftir það gerist það sjálfkrafa þegar Garmin tækið tengist símanum í gegnum Bluetooth eða með nettengingu.

Ef það er áhugi fyrir því innan hópsins að taka æfingu dagsins frekar í hádeginu þá er ekkert því til fyrirstöðu að mynda hádegishóp því salurinn er laus fyrir það.

Training Peaks

Hér er dæmi um uppsetningu í TP

 • Prógramm sérsniðið að hverjum hópi
 • Þjálfari setur æfinguna inn á TP
 • TP heldur utanum framgang þjálfunar, max HR, max wött, FTP o.fl.
 • Þjálfari getur fylgst með framvindu þjálfunar hvers og eins inni á TP
 • Hægt að hafa frían aðgang sem sýnir takmarkaðri mælingar
 • Ársgjald fyrir premium aðgang um 12.000 krónur

ÆFINGAAÐILD U19 OG U17 50.000 KRÓNUR ÁRIÐ

Unglingahópurinn okkar er sterkur og vaxandi hópur. Þjálfari heldur utanum hópinn, stýrir æfingum og leggur upp mótin, upphitun og taktík. Blandað er saman racer/trainer, CX og XC í hverri viku. Æfingarnar færast inn eftir því sem veðrið kólnar en sama magn af æfingum verður í boði inni, þe fjórar æfingar á viku. HFR leggur áherslu á að styðja efnilega unglinga til frekari árangurs. HFR veitir ungmennum styrki í æfinga- og keppnisferðir, það þarf að sækja um það sérstaklega og er það þá tekið fyrir á stjórnarfundi hverju sinni. Keppnisferðir eru skipulagðar erlendis og eru staðsetningar valdar með það að markmiði að ná sem flestum góðum mótum í hverri ferð til að auka við keppnisreynslu hópsins.

Æfingaaðild U19 og U17 felur í sér:

 • Æfingaáætlun allt árið í gegnum Training Peaks forritið
 • 4 úti götuhjólaæfingar á viku, vor/sumar/haust
 • 4 inniæfingar í viku yfir veturinn á fullkomnum Life Fitness IC8 powerhjólum
 • AM æfingar á sunnudögum
 • Kvenna AM æfingar á fimmtudögum
 • 2 styrktar- og liðleikaæfingar á viku undir leiðsögn þjálfara
 • Jóga æfing annan hvorn föstudag í vetur
 • 12 mánaða aðgangur að líkamsræktaraðstöðu félagsins í Veggsport
 • FTP test 1x í mánuði
 • Aðgangur að lokuðum FB síðum HFR
 • Afsláttur af keppnisgjöldum í mót sem haldin eru af HFR
 • Aðgangur að ferðum HFR
  • æfingaferð HFR til Mallorca um páskana
  • skipulögð keppnisferð erlendis
  • fjallahjólaferð HFR um Verslunarmannahelgina
 • Öll ungmenni í æfingahópi HFR fá einn félagsbol með í aðildinni, aðrir félagsbúningar eru á sérkjörum fyrir þau

Þjálfari: Michael Schou

Æfingaaðild U15 og U13 43.000 krónur árið

Æfingaaðild U15 og U13 felur í sér:

Æfingar:

 • 2 fjallahjólaæfingar á viku apríl til nóvember
 • 1 racer æfing á viku á meðan veður leyfir
 • 1 styrktaræfing á viku, mánudögum kl 18:30-19:30
 • Æfingar færast svo inn þegar kólnar og verða blandaðar hjóla- og styrktar æfingar
 • Æfingarnar færast inn eftir því sem veðrið kólnar, inniæfingarnar yfir veturinn verða blandaðar hjólaæfingar á IC8 wattahjólunum okkar og styrktaræfingar í sömu æfingunni. Inniæfingarnar hefjast í kringum 15.október.

Ferðir:

 • Aðgangur að fjallahjólaferð HFR um Verslunarmannahelgina

Félagsbúningur:

 • Öll ungmenni í æfingahópi HFR fá einn félagsbol með í aðildinni
 • Aðrir félagsbúningar eru á sérkjörum fyrir þau

Þjálfarar:

 • Racer/trainer/styrkur – Árni Már Jónsson og Sveinn Ottó Sigurðsson
 • Fjallahjól – Eyþór Þorsteinsson og Kári Halldórsson
 • Þjálfararnir halda utanum hópinn, stýra æfingunum og leggja upp mótin, upphitun og taktík

Hægt er að skrá sig í félagið inni á heimasíðu félagsins, www.hfr.is eða slóðin http://hfr.is/skraning-i-felagid/