FÉLAGSAÐILD HFR 12.900 KRÓNUR ÁRIÐ

Félagsaðildin felur í sér;

 • FÉLAGSMAÐUR HFR hefur val um að mæta á opnu útiæfingarnar hjá HFR. 
 • Æfingunum fækkar yfir vetrartímann sökum veðurs og færðar.
 • Aðgang að lokuðum FB síðum HFR
 • Aðgangur að ferðum HFR
  • æfingaferð HFR í dymbilvikunni, viku fyrir páska
  • fjallahjólaferð HFR um Verslunarmannahelgina

ÆFINGAAÐILD, FULLORÐNIR, U23, U19 og U17 OG MASTERS 52.000 KRÓNUR ÁRIÐ

ÆFINGAHÓPURINN getur mætt á ALLAR æfingar félagsins, götuhjóla-, AM æfingar,  XC æfingar og styrktaræfingar ásamt því að hafa aðgang að líkamsræktarstöðinni Veggsport allt árið. Við mælum með að sem flestir æfi hvoru tveggja, götuhjól og fjallahjól, því báðar greinar vinna með hvor annarri en einnig er það mjög skemmtilegt. Þolið fáum við úr götuhjólunum og tæknina úr fjallahjólunum. Miklu meiri árangur fæst á fjallahjólum þegar þolið er gott og sama á við um götuhjólin, meira öryggi og meiri hraði næst þegar tæknin er góð.

HFR er með mjög metnaðarfulla æfingatöflu sem fyrr og er hún sett inn á FB síðu æfingahópsins. Smá munur er á æfingataflunni milli sumars og veturs þar sem við færum æfingarnar inn í október. Við erum þó með útiæfingar eins lengi og veður leyfir.

 

Inniæfingarnar fara fram í Veggsport, Stórhöfða 17, þar sem félagið hefur flotta aðstöðu. 23 hjól eru í salnum, 20stk IC8 wattahjól og 10 stk TACX wattahjól. Hægt er að velja um nokkra mismunandi tímasetningar eftir því hvað hentar hverjum og hvert markmiðið er en prógrammið er sett upp miðað við þrjár-fjórar æfingar í viku. Þannig setjum við saman styttri keyrslu æfingar (HIIT) yfir í lengri æfingar um helgar þar sem keyrt er á minna álagi lengur. Hægt er að tengja wattahjólin við Garmin tækið sitt og les tækið hjólið. Æfingunni er svo hægt að hlaða inn í TP á mjög einfaldan hátt og þannig heldur TP utanum allar æfingarnar. Það þarf bara að samstilla forritin saman einu sinni og eftir það gerist það sjálfkrafa þegar Garmin tækið tengist símanum í gegnum Bluetooth eða með nettengingu.

 

Í september og október er líka áhersla á cyclo cross hjá okkur þar sem CX keppnistímabilið er á þeim tíma. Fjallahjól og cx hjól henta fyrir þessar æfingar. 

 

ATH, frí er tekið frá skipulögðum æfingum frá 1.júlí-8.ágúst en æfingaprógramm kemur inn á TP á þessu tímabili og því geta allir hjólað eftir prógrammi hvort sem við erum heima eða einhversstaðar á ferðalagi.

Á sunnudögum er gert ráð fyrir löngum zone 2 æfingum fyrir þau sem eru með áherslu á götuhjól og ætla sér ekki á AM tækniæfingu þann daginn. Æfingarnar verða inni en þegar veður er einstaklega gott þá förum við líka út fyrir þau sem eiga vetrarhjól og verður það tilkynnt á FB síðu æfingahópsins. Þau sem ekki eiga hjól til að hjóla á úti yfir veturinn geta alltaf nýtt sér tímana inni um helgar og tekið æfinguna sína þar, þrátt fyrir að hópurinn fari út að æfa, þar sem salurinn og hjólin eru okkar á ákveðnum tímum.

 

Styrktaræfingar. Í ár gerðum við samning við METABOLIC sem er líka staðsett á Stórhöfða 17, fyrir ofan Veggsport. Það er mjög öflugt æfingaprógram sem verður aðeina aðlagað að okkar þörfum og byggt upp yfir veturinn samhliða hjólunum.

 

Þjálfarar götuhjól:  Ármann Gylfason, Árni Már, Ása Guðný Ásgeirsdóttir, Bjarni Már Gylfason, Kristinn Jónsson, Kristín Edda og Sveinn Ottó.

Þjálfarar á fjallahjólaæfingunum: Albert Jakobsson, Bjarki Bjarnason Davíð Þór Sigurðsson, Elsa Gunnarsdóttir, Georg Viljhjálmsson, Gunnar Örn Svavarsson, Hlynur Þorsteinsson, Sólveig Auðar Hauksdóttir, Steini Sævar og Sædís Ólafsdóttir.

Styrktar- og liðleikajálfarar:  Eygló og Steinunn hjá METABOLIC.

 

Æfingaaðildin felur í sér;

 • Æfinga-, MTB- og félagsaðildir, sem sagt ALLAR aðildirnar.
 • Æfingaáætlun allt árið í gegnum Training Peaks forritið.
 • 3-4 úti götuhjólaæfingar á viku, vor/sumar/haust.
 • 11 inniæfingar í viku yfir veturinn á fullkomnum wattahjólum.
 • 3-4 MTB æfingar í viku.
 • 2 styrktar- og liðleikaæfingar á viku hjá METABOLIC.
 • Árs aðgangur að líkamsræktaraðstöðu félagsins í Veggsport.
 • FTP test 1x í mánuði.
 • Aðgangur að lokuðum FB síðum HFR.
 • Afsláttur af keppnisgjöldum í mót sem haldin eru af HFR.
 • Aðgangur að ferðum HFR
  • Æfingaferð HFR í dymbilvikunni, vikan fyrir páskana.
  • Æfingaferð MTB deildarinnar .
  • Fjallahjólaferð HFR um Verslunarmannahelgina.
  • Hópferð þar sem tekist er á við lengri og meira krefjandi vegalengdir erlendis, ákvörðun hvort og hvert verður tekin í janúar 2022 út frá covid stöðu
  • Keppnisferð HFR.

Æfingaaðildin í HFR kostar 52.000 krónur árið.

 

Æfingatafla Æfingahópsins, U23 og Mastershópsins:

ATH félagar í æfingahópi HFR hafa alltaf aðgang að æfingahjólum HFR í Veggsport utan töflu og geta mætt að vild. Einnig er í boði að hóa saman hópi og búa til fasta tíma utan töflu.

 

 • Mánudagar 
  • 6:00-7:30 Wattahjól í Veggsport
  • 18:30-19:15 styrktaræfing í METABOLIC

 

 • Þriðjudagar
  • Wattahjól í Veggsport 
   • 17:30-19:00
  • 17:30 – 19:00 MTB/XC tækni (Rafstöðvarvegurinn í Elliðaárdalnum)

 

 • Miðvikudagar
  • 6:00-7:30 Wattahjól í Veggsport
  • 19:30-20:15 styrktaræfing í METABOLIC
  • Kvennaæfingar í MTB

 

 • Fimmtudagar
  • Wattahjól í Veggsport 
   • 17:30-19:00
  • 20:00 – 21:30 MTB/XC tækni (Rafstöðvarvegurinn í Elliðaárdalnum), ath þessi tímasetning getur breyst þegar fer að dimma

 

 • Laugardagar
  • 8:30-10:30 Wattahjól í Veggsport

 

 • Sunnudagar
  • 9:30-11:30 útihjól frá Nauthólsvík /Wattahjól í Veggsport
  • 11:00-13:00 AM MESSAN, tækni æfingar á MTB, mæting á neðra bílastæðið við Perluna

 

TRAINING PEAKS

Aðgangur að Training peaks (TP) er frír nema ef fólk vill Premium aðgang, þá er ársgjaldið um 12.000 krónur. Ekki er nauðsynlegt að vera með premium aðgang til að hafa aðgang að æfingunum. Hver og einn fær sína æfingu í gegnum TP sniðið að þeirra getu. TP er svipað og Strava nema með betri útfærslum og hægt er að tengja sig þjálfara og fá æfingar frá honum í gegnum TP. Tengja þarf þjálfarann okkar við TP forritið ykkar. Það er gert með því að fara í stillingar í TP, velja coach og slá þar inn netfangið hennar Ásu Guðný sem er yfirþjálfari félagsins. Hún samþykkir ykkur og keyrir inn æfingarnar hjá ykkur. Æfingarnar er svo hægt að keyra inn í Garmin tækin og vinna eftir þeim.

 

Training Peaks

Hér er dæmi um uppsetningu í TP

 • Prógramm sérsniðið að hverjum hópi
 • Þjálfari setur æfinguna inn á TP
 • TP heldur utanum framgang þjálfunar, max HR, max wött, FTP o.fl.
 • Þjálfari getur fylgst með framvindu þjálfunar hvers og eins inni á TP
 • Hægt að hafa frían aðgang sem sýnir takmarkaðri mælingar
 • Ársgjald fyrir premium aðgang um 12.000 krónur

 

Í Veggsport er flott aðstaða. 30 wattahjól, lyftingasalur á efri hæðinni og teygju aðstaða, gufa og frábær heimilisleg stemming þar sem allir eru velkomnir og vinalegur andi ríkir. Æfingahópur HFR hefur aðgang að Veggsport á opnunartíma og getur þá bæði nýtt lyftingasalinn og hjólin ef það er ekki skipulagður tími í gangi.

Félagsstarfið skiptir miklu máli, við förum á kaffihús eftir æfingar, erum með innanfélagsmót, árshátíð, Doughnut challenge, keppnis- og æfingaferðir erlendis, fjallahjólaferð um Verslunarmannahelgina og fleira skemmtilegt.

Þegar þið eruð orðin meðlimir í æfingahópnum þá biðjum við ykkur að finna eftirfarandi FB síður og biðja um aðgang þar inn. Við samþykkjum ykkur inn í hópinn en allar upplýsingar um æfingar, viðburði og breytingar á æfingum fara þar fram:

 • HFR-Félagsmenn
 • HFR-Æfingahópur
 • hfr – mtb – am – dh  
 • HFR stelpur

 

Nýir meðlimir í æfingahópnum skrá sig á linknum hér að neðan. Sérstakar byrjendaæfingar verða fyrir nýja meðlimi í september bæði á götu- og fjallahjólum þar sem farið er yfir grunntækni, hugtök og hvernig er best að bera sig að. Þegar þið eruð búin að skrá ykkur þá endilega mætið á næstu æfingu og látið þjálfarann vita að þið séuð ný í hópnum. Hópurinn er getustkiptur og því ekkert mál að detta inn í æfingarnar.

 

ÆFINGAAÐILD U19 OG U17 52.000 KRÓNUR ÁRIÐ

Æfingagjaldið fyrir U19 og U17 kostar 52.000 krónur árið.

Innifalið í því eru allar sömu æfingarnar og hjá æfingahóp fullorðinna.

Sjá æfingatöflu þar.

Fjallahjólahópurinn hefur val um að æfa með ungmennum eða með fullorðnum. Ungmenna æfingarner eru fyrr á daginn á þriðjudögum og fimmtudögum eða kl 17:30-19:00 og byrja æfingarnar í Nauthólsvík. Einstaka sinnum er farið eitthvað annað og er það þá tilkynnt á FB síðu hópsins. Mælum með fyrir byrjendur að vera á ungmennaæfingunum en um að gera að prófa hvoru tveggja.

Við hvetjum ungmennin til að æfa báðar greinar jafnt til að ná sér í góða tækni og þol sem nýtist svo vel á milli greinanna. Einnig viljum við að þau mæti á styrktaræfingarnar í Veggsport.

 

Unglingahópurinn okkar er sterkur og vaxandi hópur. Þjálfari heldur utanum hópinn, stýrir æfingum og leggur upp mótin, upphitun og taktík. Blandað er saman racer/trainer, CX og XC í hverri viku. Æfingarnar færast inn eftir því sem veðrið kólnar en sama magn af æfingum verður í boði inni, þe fjórar æfingar á viku. HFR leggur áherslu á að styðja efnilega unglinga til frekari árangurs. HFR veitir ungmennum styrki í æfinga- og keppnisferðir, það þarf að sækja um það sérstaklega og er það þá tekið fyrir á stjórnarfundi hverju sinni. Keppnisferðir eru skipulagðar erlendis og eru staðsetningar valdar með það að markmiði að ná sem flestum góðum mótum í hverri ferð til að auka við keppnisreynslu hópsins.

 

Æfingaaðild U19 og U17 felur í sér:

 • Æfinga-, MTB- og félagsaðildir, sem sagt ALLAR aðildirnar
 • Æfingaáætlun allt árið í gegnum Training Peaks forritið
 • 4 úti götuhjólaæfingar á viku, vor/sumar/haust
 • 11 inniæfingar í viku yfir veturinn á fullkomnum Life Fitness IC8 powerhjólum
 • MTB æfingar þrisvar sinnum í viku
 • 2 styrktar- og liðleikaæfingar á viku hjá METABOLIC
 • Árs aðgangur að líkamsræktaraðstöðu félagsins í Veggsport
 • FTP test 1x í mánuði
 • Aðgangur að lokuðum FB síðum HFR
 • Afsláttur af keppnisgjöldum í mót sem haldin eru af HFR
 • Aðgangur að ferðum HFR
  • Æfingaferð HFR í dymbilvikunni, vikan fyrir páskana
  • Æfingaferð MTB deildarinnar 
  • Fjallahjólaferð HFR um Verslunarmannahelgina
  • Keppnisferð HFR
 • HFR götuhjólagallann bib buxur og bol, fjallahjólabol og hettupeysu HFR merkta með nafninu þeirra annað hvert ár.

Þjálfari: Ármann Gylfason, Árni Már og Ása Guðný.

 

FB síður hópsins, þar eru settar inn allar upplýsingar um æfingar, viðburði og breytingar á æfingum fara þar fram:

 • HFR unglingar U17 og Junior
 • HFR-Félagsmenn
 • HFR-Æfingahópur
 • hfr – mtb – am – dh  
 • HFR stelpur

 

Gott er að skoða flipann “æfingahópur fullorðnir, U23 og masters” þar sem frekari útskýringar eru um æfingarnar og Training Peaks.

 

Æfingaaðild U15 og U13 - 52.000 krónur árið

Æfingagjaldið fyrir U15 og U13 kostar 52.000 krónur árið.

Innifalið í æfingagjaldinu er götuhjólagalli HFR bib buxur og bolur, Fjallahjólatreyja HFR og hettupeysa HFR merkt með nafni barnsins annað hvert ár.

 

Við viljum sérstaklega hvetja þennan aldurshóp til að æfa HJÓLREIÐAR og æfa þannig jafnt báðar greinar og geta þá síðar á leiðinni valið um hvor grein á betur við þau ef þau vilja æfa bara aðra hvora greinina. Við setjum æfingatöfluna upp miðað við það þannig að þau fái tækni, styrk og þol. Mjög mikilvægt er að vera í góðu formi og hraustur hvort sem það er á fjallahjólum eða götuhjólum. Einnig skiptir tæknin miklu máli fyrir báðar greinar. Á götuhjólunum er auðveldara að bregðast við einhverju óvæntu á stígum og götum ef viðkomandi hefur góða tækni frá fjallahjólunum, beygjur og hraði verður líka meiri þegar tæknin er góð. Á fjallahjólunum næst mun meiri árangur þegar þolið er gott og auðveldara að hjóla upp þær brekkur sem þarf til að komast í góðu línurnar sem við sækjumst eftir að hjóla niður.

Æfingaaðild U15 og U13 felur í sér:

Æfingar:

 • 2 fjallahjólaæfingar á viku allt árið
 • 2-3 racer æfing á viku á meðan veður leyfir
 • 1 styrktaræfing á viku, mánudögum kl 18:30-19:30
 • Æfingagalla, bib buxur og bol, fjallahjólabol

 

Ferðir:

 • Aðgangur að fjallahjólaferð HFR um Verslunarmannahelgina
 • Keppnisferð HFR sumarið 2020

 

Þjálfarar:

 • Racer/trainer/styrkur – Árni Már Jónsson, Bergdís Eva, Kristín Edda og Sveinn Ottó Sigurðsson
 • Fjallahjól – Eyþór Þorsteinsson, Kristinn Jónsson, Steini Sævarsson og Kári Halldórsson ásamt ungmennum úr HFR
 • Þjálfararnir halda utanum hópinn, stýra æfingunum og leggja upp mótin, upphitun og taktík

 

Frá 1.október byrja æfingarnar inni í Veggsport en fjallahjólin eru úti fram í desember eins og veður leyfir, byrja svo aftur í kringum 1.mars en það er háð veðri og færð. 

 • Mánudagar styrktaræfingar, 17:30-18:30 (Veggsport)
 • Þriðjudagar MTB fjallahjól kl. 17:30-19:00 (Nauthólsvík)
 • Miðvikudagar þolæfing á wattahjólum kl. 16:00-17:00 (Veggsport)
 • Fimmtudagar MTB fjallahjól kl. 17:30-19:00 (Nauthólsvík)
 • Laugardagar þol og þrek í bland kl. 13:30-15:00 (Veggsport)

 

Inniæfingarnar yfir veturinn verða blandaðar hjólaæfingar á IC8 wattahjólunum okkar og styrktaræfingar í sömu æfingunni. 

 

Þegar ungmennin eru orðin meðlimir í æfingahópnum þá biðjum við ykkur að finna eftirfarandi FB síður og biðja um aðgang þar inn. Við samþykkjum ykkur inn í hópinn en allar upplýsingar um æfingar, viðburði og breytingar á æfingum fara þar fram:

 • HFR-Félagsmenn
 • HFR-börn og unglingar Yngri hópur

LEIGA Á GÖTUHJÓLI

Á götuhjólaæfingum er gert ráð fyrir að krakkarnir séu á götuhjólum (Racer) þegar æfingarnar eru úti og verður boðið upp á að leigja hjól fyrir þau sem ekki eiga slík. En hafið í huga að HFR á takmarkað magn af hjólum og því gildir fyrstir koma fyrstir fá í þessu en reynum að mæta öllum sem þurfa.

Kaupleigusamningur – Gerður er leigusamningur við forráðamann til 12 mánaða þar sem hjólið er alfarið á ábyrgð hans og sér leigjandinn sjálfur um viðhald og rekstur hjólsins. Hjólið er eign leigjanda í lok tímabils. Verð fyrir þessa leigu er mismunandi eftir gerð og verði hjóls, en gæti legið á bilinu 5–10.000 kr á mánuði.

Hafið samband í netfangið gjaldkeri@hfr.is ef þið viljið leigja hjól.

 

Hægt er að skrá sig hér https://hfr.felog.is